13 – Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps

Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps, fundur nr. 13
Dags : 06.11.2012

Fundargerð
 
 
Mánudaginn 6. nóvember 2012 kom fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps saman að Jörfa.
Mættir voru Ásbjörn Pálsson Albert Guðmundsson og Jónas Jóhannesson.
 
Farið var yfir framkvæmd fjallskila á liðnu hausti. Fram kom að öll dagsverk voru unnin af viðkomandi aðilum utan eitt.
Senda þurfti nokkra auka skilamenn í utansveita réttir vegna aukins fjárfjölda.
Halda þurfti auka Mýrdalsrétt vegna þess að smalamenskur hittu illa á réttir.
 
Gerð var fjáhagsáætlun fyrir árið 2013.
 
Fleira ekki gert.
 
 
Albert Guðmundsson fundarritari