14 – Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps

Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps, fundur nr. 14
Dags : 18.02.2013

Fundargerð
 
 
Mánudaginn 18. febrúar 2013 kom fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps saman að Jörfa.
Mættir voru Ásbjörn Pálsson Albert Guðmundsson og Jónas Jóhannesson.
Farið var yfir drög að fjallskilasamþykkt.
Viljum við gera athugasemd við aðra málsgrein 7. greinar.
Við teljum að þessi málsgrein ekki hafa stoð í lögum um afréttarmálefni og fjallskil
þar verður ekki séð að sveitarstjórn hafi heimild til að banna mönnum að taka fénað í hagagöngu í sín heimalönd en eðlilegt er að takmarka framsal á beitarafnotum á afréttum, því væri betra að hafa 8. grein í gildandi fjallskilasamþykkt fyrir Mýrasýslu til hliðsjónar.
Ennig viljum við benda á hvort ekki væri ástæða til að taka upp kafla svipað og VIII kafla í fjallskilasamþykkt fyrir Mýrasýslu og IX kafla í fjallskilasamþykkt fyrir Borgarfjarðarsýslu.
Fleira ekki gert.
 
Albert Guðmundsson fundarritari