41 – Afréttarnefnd Þverárréttar

Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 41
Dags : 29.04.2015

41. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar
haldinn Í Bakkakoti, miðvikudaginn 29. apríl 2015
og hófst hann kl. 20:30
Fundinn sátu:
Kristján F. Axelsson aðalmaður, Egill J. Kristinsson aðalmaður, Einar G. Örnólfsson aðalmaður og Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson ritari
Dagskrá:

1.

1509045 – Leigusamningar v. Þverárréttarafréttar

Kristján ræðir leigusamning um afnot af landi Kvía sem er ekki í höfn. Stendur þar fjárhæðin fyrir dyrum samþykktar. Ákveðið að finna út stærð þeirra spilda sem leigðar eru og athuga hvort hægt sé að miða leiguverð við það. Þuriður sett í það mál.
Nefndin leggur til eftirfarandi bókun.
Upprekstrarnefnd Þverárréttar leggur til að uppsögn á samningi um Síðumúlaselland sé dregin til baka vega þess að lausn er fundin á málinu.

2.

1509046 – Girðingar – Þverárréttarafréttur

Varðandi viðhald á girðingum er Kristjáni falið að ræða við Traktorsverk um viðhald frá Hellisá suður á enda auk endurbóta á girðingu fyrir Háafellslandi. Einnig er Kristjáni falið að safna liði til að ljúka viðhaldi frá Hellisá norður fyrir Snjófjöll.
Vegagerðin mun girða frá Fornahvammi fram í Heiðarsporð ca. 7 km girðingu norðan vegar í sumar. Ekki verða undirgöng en hugsanlegt er að hafa áhrif á girðingarstæði g staðsetningu hliða.
Búið er að stofna þriggja manna nefnd sem á að ákveða girðingarstæði fyrir Krókslandi. Þegar nefndin hefur skilað áliti verður girt.

3.

1310090 – Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.

Rætt um nauðsyn þess að sinna viðhaldi á Þverárrétt því hún yngist ekki.
Kristjáni falið að ræða við Finnboga Leifsson um að sækja um númer til að setja í ómerkinga svo fyrir þá fáist greitt.
Enn og aftur rætt um það hversu há og óréttlát fasteignagjöld eru og nauðsyn þess að fá þau leiðrétt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30