37 – Afréttarnefnd Þverárréttar

Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 37
Dags : 02.09.2014

37. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar
haldinn að Örnólfsdal, þriðjudaginn 2. september 2014
og hófst hann kl. 21:00
 
Fundinn sátu:
Einar G. Örnólfsson aðalmaður, Kristján F. Axelsson aðalmaður, Egill J. Kristinsson aðalmaður og Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Einar Guðmann Örnólfsson
 
Dagskrá:
 

1.

1410103 – Fjárhagsstaða

Rætt er um fjármál nefndarinnar og þann vanda sem blasir við vegna gríðarlegs kostnaðar einkum vegna hækkungar fasteignagjalda og kostnaðar við endurnýjun upprekstrargirðingar fyrir landi Gilsbakka.

Nefndin veltir fyrir sér hvort rétt sé á málum haldið varðandi girðingargjaldið. Einnig virðast fasgeignagjöld lögð á á röngum forsendum a.m.k. að hluta til.

Eftir vangaveltur og umræður um þessi mál samþykkti nefndin eftirfarandi bókanir.

 

2.

1410104 – Stofnkostnaður girðinga

Afréttarnefnd Þverárréttar fer þess á leit við Bæjarstjórn Bogarbyggðar að hún láti kanna lögmæti þess að innheimta stofnkostnað afréttargirðinga líkt og fyrirhugað er að gera með girðingu þá er girt var fyrir landi Gilsbakka.

 

3.

1410105 – Fasteignamat

Afréttarnefnd Þverárréttar óskar eftir að fasteignamat á landi því er upprekstri Þverárréttar tilheyrir verði leiðrétt á þann veg að hlutar þess verði ekki gjaldskyldir sem annað land líkt og um sumarbústaðalóðir væri að ræða.

 

4.

1410106 – Fjárframlag

Afréttarnefnd Þverárréttar óskar eftir fjárframlagi frá aðalsjóði Borgarbyggðar til að standa undir gjöldum þeim, sem fram koma í framangreindum bókunum, þar til leiðrétting hefur farið fram.

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:30