21 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 21
Dags : 27.08.2015

21. fundur Afréttarnefndar Hraunhrepps haldinn Í Hítardal, fimmtudaginn 27. ágúst 2015 og hófst hann kl. 20:30

Fundinn sátu:
Finnbogi Leifsson aðalmaður, Gísli Guðjónsson aðalmaður og Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Kristjana Guðmundsdóttir
 
Dagskrá:
1. 1509019 – Álagning fjallskila 2015
Álagning fjallskila 2015
Álagning fjallskila á fjáreigendur sem eru 16. Tala sauðfjár er 2.952 skv. uppgefnum tölum eigenda. Fjallskilagjald á kind er ákveðið kr. 500.- Heildarálagning er kr. 1.476.000,-, Dagsverk metið á kr. 10.000.- Dagsetningar leita og rétta verða skv. nýrri fjallskilareglugerð, að því undanskildu að samþykkt var með tveimur atkvæðum gegn einu (FL) að flýta annarri leit og rétt um eina viku skv. fyrirliggjandi heimild.
Leitarstjóri í öllum leitum verður Gísli Guðjónsson Lækjarbug. Guðbrandur Guðbrandsson Staðarhrauni stjórnar leit á Svarfhólsmúla. Réttarstjóri í fyrstu rétt verður Sigurður Jóhannsson á Kálfalæk, í annarri og þriðju rétt Finnbogi Leifsson Hítardal.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:10