20 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 20
Dags : 10.06.2015

20. fundur Afréttarnefndar Hraunhrepps haldinn í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, miðvikudaginn 10. júní 2015 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:
Finnbogi Leifsson aðalmaður, Gísli Guðjónsson aðalmaður og Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Kristjana Guðmundsdóttir
 
Dagskrá:
 
1. 1507003 – Flutningur fjár í afrétt Hraunhrepps
Samþykkt að seinka upprekstrartíma til 20. júní. Formaður hefur heimild, í samráði við aðra nefndarmenn, að seinka frekar ef þarf. Upplýsingum verður komið til upprekstrarhafa.
2. 1507004 – Tímasetning leita haustið 2015
Lagt til að færa dagsetningu 1. leitar aftur um viku, annað yrði óbreytt.
3. 1507005 – Hestagirðing í Hítarhólma
Rætt um ástand hestagirðingar við Hítarvatn. Ákveðið að fylgjast með ástandi hennar varðandi notkun.
4. 1507006 – Grjótárdalur – afréttarvegur
Vegamál, ákveðið að lagfæra vegslóða inn á Grjótárdal í samræmi við fjárhagsáætlun.
5. 1308066 – Önnur mál afréttarnefndar Hraunhrepps
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00