19 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 19
Dags : 28.08.2014

19. fundurAfréttarnefndar Hraunhrepps
haldinn að Hítardal, föstudaginn 28. ágúst 2014
og hófst hann kl. 20:30
 
Fundinn sátu:
Finnbogi Leifsson formaður, Gísli Guðjónsson varaformaður og Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Kristjana Guðmundsdóttir
Dagskrá:
 

1.

1408151 – Álagning fjallskila

Lögð fjallskil á fjáreigendur sem eru 17.
Tala sauðfjár er 3.121, samkvæmt uppgefnum tölum eigenda. Fjallskilagjald á kind var ákveðið kr. 500. Heildarálagning kr. 1.560.500. Dagsverk kr. 10.000.
Fjórða leit var ekki lögð á til fjallskila.
Dagsetningar leita og rétta verða skv. tillögu að nýrri fjallskilareglugerð. Guðjón Gíslason gefur ekki kost á sér sem leitarstjóri í fyrstu og annari leit og Sigurður Jóhannsson ekki sem leitarstjóri í þriðju leit. Eru þeim þökkuð farsæl störf á undanförnum árum. Leitarstjóri í öllum leitum verður Gísli í Lækjarbug, Guðbrandur á Staðarhrauni stjórnar leit á Svarfhólsmúla. Réttarstjóri í fyrstu Hítardalsrétt verður Sigurður á Kálfalæk, í annari og þriðju rétt Finnbogi í Hítardal.

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00