17 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 17
Dags : 17.07.2014

17. fundurAfréttarnefndar Hraunhrepps
haldinn að Hítardal, fimmtudaginn 17. júlí 2014
og hófst hann kl. 20:30
 
Fundinn sátu:
Finnbogi Leifsson aðalmaður, Gísli Guðjónsson aðalmaður og Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Kristjana Guðmundsdóttir
 
 
Dagskrá:
 

1.

1407058 – Kosningar

Finnbogi Leifsson formaður
Gísli Guðjónsson varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir ritari

 

2.

1407059 – Álagning fjallskila

Rætt um hvaða leið skuli fara til að fínna álagningarstofn til fjallskila, þar sem vortölur liggja ekki fyrir.
Nefndin telur rétt að sama leiði verði notuð í sveitarfélaginu og ákveði fjallskilanefnd Borgarbyggðar hver hún verður.

 

3.

1407060 – Sorphirðing við Hítarvatn

Nefndin telur að það fyrirkomulag sem er á sorphirðingu við Hítarvatn virki vel og því sér rétt að halda því óbreyttu. Lagt er til að Borgarbyggð leiti eftir samningi við Sorpurðun Vesturlands um urðun sorpsins eftir að nýtt fyrirkomulag sorphirðingar í dreifbýli tekur við.

 

4.

1407061 – Önnur mál afréttarnefndar Hraunhrepps 2014

Nefndin telur að fjallhúsið þurfi nauðsynlega utanhúss viðhald, og einnig þarf að lægfæra salernisaðstöðuna sem er í hesthúsinu.

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:15