16 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 16
Dags : 31.08.2013

16. fundur Afréttarnefndar Hraunhrepps
Haldinn í Hítardal , laugardaginn 31. ágúst 2013
og hófst hann kl. 20:00
 
Fundinn sátu:
Finnbogi Leifsson formaður, Sigurður Jóhannsson varaformaður og Gísli Guðjónsson aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Gísli Guðjónsson
 
Dagskrá:
 

1.

1308065 – Álagning fjallskila 2013

Jafnað var niður fjallskilum fyrir árið 2013 á fáreign hvers og eins. Til fjallskila koma 3.223 kindur, sem er fjölgun um 127 kindur frá fyrra ári.

Fjallskilagjald á kind var ákveðið kr. 450.-

Dagsverkið er metið á kr. 10.000.-

Heildarálagning er kr. 1.450.350.-

Leitir og réttir verða samkvæmt ákvæðum fjallskilareglugerðar Mýrasýslu , nema hvað tilfærsla verður á þriðju rétt, eins og undanfarin ár.

Leitarstjóri í fyrstu og annari leit verður Guðjón í Lækjarbug, í þriðju og fjórðu leit Sigurður á Kálfalæk.

Guðbrandur á Staðarhrauni stjórnar leit á Svarfshólsmúla. Réttarstjóri í fyrstu Hítardalsrétt verður Sigurður á Kálfalæk , í annari og þriðju rétt Finnbogi í Hítardal . Gjalddagi fjallskilagjalda var ákveðinn 15. nóvember .

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00