15 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 15
Dags : 27.08.2012

Mánudaginn 27. ágúst 2012 var haldinn fundur í afréttarnefnd Hraunhrepps að Hítardal, og hófst hann kl 20:00.
 
Mættir voru aðalfulltrúar: Finnbogi Leifsson formaður, Sigurður Jóhannsson og Gísli Guðjónsson.
 
Formaður sett fund, eftirfarandi var tekið fyrir.
 
1. Fundargerð fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
Framlög fundargerð fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá 13. ágúst s.l.
 
2. Niðurjöfnun fjallskila 2012.
Jafnað var niður fjallskilum á fjáreigendur sem eru 17 í hlutfalli við fjáreign hvers og eins. Til fjallskila koma 3096 kindur sem er fækkun um 185 frá fyrra ári. Fjallskilagjald á kind var ákveðið kr. 470.-. Heildarálagning er kr. 1.455.120.-. Leitir og réttir verða samkvæmt ákvæðum fjallskilareglugerðar Mýrasýslu, tilfærsla verður á þriðju rétt eins og síðastliðin ár. Leitarstjóri í fyrstu og annari leit verður Guðjón í Lækjarbug, í þriðju og fjórðu leit Sigurður á Kálfalæk. Guðbrandur á Staðarhrauni stjórnar leit á Svarfhólsmúla. Réttarstjóri í fyrstu Hítardalsrétt verður Sigurður á Kálfalæk , í annari og þriðju rétt Finnbogi í Hítardal.
Gjalddagi fjallskilagjalda var ákveðin 15. nóvember.
 
3. Fjallskilareglugerð.
Framlögð drög að nýrri fjallskilareglugerð. Nefndarmenn ræddu atriði í reglugerðini.
 
4. Tillaga að breyttum dagsetningum leita.
Tekin til umsagnar tillaga frá fjallskilanefnd B.S.N varðandi breytta dagsetningu á svæði Borgar- Álftarnes-og Hraunhrepps.
Nefndin leggur til að ekki verði gerðar breytingar á leitardögum, frá fyrirliggjandi drögum að fjallskilareglugerð, enda óvíst um framkvæmd leita í Dalabyggð.
 
 
Fleira ekki tekið fyrir , fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 23:00
 
Fundargerð ritaði
Gísli Guðjónsson.