14 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 14
Dags : 01.09.2011

Fimmtudaginn 1.september 2011 var haldinn fundur í afréttarnefnd Hraunhrepps að Hítardal og hófst hann kl 13:30.
Mættir voru aðalfulltrúar : Finnbogi Leifsson , Sigurður Jóhannsson og Gísli Guðjónsson.
 
Formaður setti fund , eftirfarandi var tekið fyrir.
 
1. Fundargerð fjallskilanefnda Borgarbyggðar. Formaður kynnti fundargerð fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá fundi sem haldinn var 25.ágúst s.l.
 
2. Niðurjöfnun fjallskila 2011. Jafna niður fjallskilum á fjáreigendur sem eru 17, í hlutfalli við fjáreign hvers og eins. Til fjallskila koma 3,281. Kind, sem er fjölgun um 733 frá s.l ári. Fjallskilagjald á kind var ákveðið kr. 350.- Dagsverkið er metið á kr. 8,000.- Heildarálagning er kr.1,148,350.-
Leitir og réttir verða samkvæmt ákvæðum fjallskilareglugerðar Mýrasýslu, að því undanskildu að tilfærsla verður á þriðju rétt eins og síðast liðin ár. Leitarstjóri í fyrstu og annari leit verður Guðjón í Lækjarbug, í þriðju og fjórðu leit Sigurður á Kálfalæk. Guðbrandur á Staðarhrauni stjórnar leit á Svarfhólsmúla. Réttarstjóri í fyrstu Hítardalsrétt verður Sigurður á Kálfalæk, í annari og þriðju rétt Finnbogi í Hítardal. Gjalddagi fjallskilagjalda var ákveðinn 15. Nóvember.
 
3. Samstarf við afréttarnefnd Álftarneshrepps. Formaður kynnti viðræður við formann afréttarnefndar Álftarneshrepps um eftirleitir. Nefndin samþykkir að veita sem svarar 10 dagsverkum til framkvæmda eftirleita í afrétti Álfthreppinga í haust , enda er opið á milli afréttarsvæða.
 
4. Hreinsun. Ákveðið að hreinsa og grafa rústir í Vatnshlíð.
 
5. Vatnsmiðlunarstífla við Hítarvatn. Rætt um þá aðgerð stjórnar veiðifélags Hítará að loka vatnsmiðlunarstíflu við Hítarvatn í vor, og hækka vatnsborð Hítarvatns án samráðs við landeiganda þ.e afréttarnefnd Hraunhrepps f.h Borgarbyggðar.
 
Fleira ekki gert , fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl 16:00
Fundargerð ritaði
Gísli Guðjónsson.