13 – Afréttarnefnd Hraunhrepps

Afréttarnefnd Hraunhrepps, fundur nr. 13
Dags : 28.11.2010

FUNDARGERÐ
13. fundur afréttarnefndar Hraunhrepps.
 
Fundur var haldinn í afréttarnefnd Hraunhrepps sunnudaginn 28. nóvember 2010
að Hítardal og hófst kl 20:30.
 
Allir aðalmenn voru mættir : Finnbogi Leifsson
Sigurður Jóhannsson
Gísli Guðjónsson
 
Formaður setti fund og var eftirfarandi tekið fyrir.
 

  1. Fjárhagsáætlun 2011, samþykkt að hækka húsaleigu fjallhús í kr. 7000.- fyrir daginn.

Umræður urðu um fjárhagsáætlun og hún samþykkt eftirfarandi .
Tekjur (í þús)
Fjallskil 50.-
Selt fæði 100.-
Húsaleiga 200.-
Leigutekjur 1900.-
Aðrar tekjur 70.-
Samtals 2320.-
 
Gjöld ( í þús)
Nefndarlaun 162.-
Vörukaup 100.-
Akstur 30.-
Leigugjöld 40.-
Brunatrygging 16.-
Húseigandatrygg. 3.-
Viðhald og rekst,eigna 750.-
Þjónustukaup (sorphirðing) 350.-
Verkkaup 600.-
Fasteignagjöld 40.-
Viðhalda vega 200.-
Annar kostnaður 29.-
Samtals 2320.-
 

  1. Erindi frá Veiðifélagi Hítará : erindi frá veiðifélagi vegna vegagerðar að Grjótárvatni.

Samþykkt að borga helming kostnaðar árið 2010. Þá er óskað eftir að Veiðifélag Hítarár taki þátt í kostnaði við áframhaldandi vegabætur inn að afréttargirðingu neðan við Grjótarvatn.

  1. Önnur mál: Rætt um að fjarlægja rústir húsa við Hítarvatn sem reist voru vegna kvikmyndatöku myndarinnar Útlaginn

 
Fleira ekki gert , fundargerð lesin upp og samþykkt fundi slitið kl 23:00
Fundargerð ritaði Gísli Guðjónsson.