81-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 81

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 2. mars 2018

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

 

1.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
María Þórarinsdóttir starfsmaður í Öldunni mætti á fund nefndarinnar til að fræða nefndarmenn um starfið í Öldunni, þær endurbætur sem hafa verið gerðar á húsnæðinu á sl. mánuðum og búðina sem var tekin í notkun fyrir stuttu síðan. Nefndin lýsir yfir ánægju með það starf sem unnið er í Öldunni. Greinilegt er að áhugi og metnaður er ríkjandi í starfinu. Nefndin óskar starfsfólki og leiðbeinendum í Öldunni til hamingju með farsælt og hvetjandi starf sem svo sannarlega kemur við sögu hjá mörgum íbúum á hverjum degi til dæmis í því að endurunnir innkaupapokar sem starfsfólk Öldunnar framleiddi og eru til útláns í Nettó og Bónus stoppa stutt við á þeim stöðum, eru í stöðugri notkun. Það er ánægjulegt.
Nýtt verkefni er að taka þátt í að framleiða hluta af Barnapakka Borgarbyggðar sem stefnt er að byrja að afhnefa í vor.
 
2.   Trúnaðarbók – 1610014
Afgreiddar voru tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Einnig skráð í trúnaðarbók.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
 
3.   Húsnæðisstuðningur – 1709034
Endurskoðun á reglum um stuðning í húsnæðismálum í Borgarbyggð.
3.liður 2. greinar hljóði svo: Stuðningur vegna barna 15 til 17 ára er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum barna 15 til 17 ára sem leigja á heimavist, á námsgörðum eða í leiguhúsnæði á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta.
Við breytingu sem samþykkt var á fundi nefndarinnar 2. febrúar 2018 kom í ljós að engin grein var nr. 7. Því verður gerð eftirfarandi breyting:
8. gr. verði nr. 7
9. gr. verði nr. 8
10.gr. verði nr. 9
11.gr. verði nr.10 og svo framvegis þannig að 15. og síðasta grein verði nr. 14.

1. liður 8. gr. hljóði svo: Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrðum 7. gr. um tekjuviðmið ef umsækjandi á samkvæmt faglegu mati í mjög miklum félagslegum erfiðleikum.
12. gr. í uppfærðu skjali -breyting verði gerð varðandi öflun gagna og hljóði svo: Könnun á aðstæðum, öflun gagna og upplýsinga skal unnin í samvinnu við og með vitund umsækjanda. Gögn vegna umsókna eru eftir því sem við á, skattframtal og yfirlit yfir tekjur heimilismanna eldri en 18 ára, læknisvottorð eða annað sem skipt getur máli varðandi rétt til stuðnings.
1. liður 10. greinar í uppfærðu skjali hljóði svo:
Sérstakur stuðningur vegna 15 – 17 ára leigjenda á heimavistum/námsgörðum/ almennum markaði.
Foreldrar/forsjáraðilar sem greiða húsaleigu vegna 15-17 ára barna sinna á heimavist, á námsgörðum eða í leiguhúsnæði á almennum markaði vegna náms hér á landi fjarri lögheimili eiga rétt á húsnæðisstuðningi.

 
4.   Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra. – 1801016
Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra er langt kominn með sína vinnu. Drög að stefnumótunarskýrslu liggja fyrir og verða kynnt báðum félögum eldri borgara í Borgarbyggð á næstu dögum. Stýrihópurinn er sáttur við þá stefnumótun sem sett er fram, tekið var tillit til þeirra ábendinga sem bárust, auk þess sem fram kom á opnum fundum með félögum eldri borgara í febrúar. Auk stefnumótunar almennt setur stýrihópurinn fram áætlun til næstu ára til að auðvelda að þau atriði sem lagt er upp með að lagfæra eða bæta við, komist til framkvæmda.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00