79-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 79

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 5. janúar 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014

Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins
2.   Upphæð fjárhagsaðstoðar – 1302001
Velferðarnefnd hefur kynnt sér reglur um fjárhagsaðstoð í nokkrum sveitarfélögum. Nefndin leggur til að grunnframfærsla verði hækkuð um 6% í samræmi við launavísitölu, þ.e. úr 160.060 í 169.664 kr.
3.   Þjónusta við aldraða – 1607129
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 4. janúar sl. að stofna stýrihóp til að vinna að stefnumótun þjónustu við aldraða í Borgarbyggð. Fulltrúar velferðarnefndar í hópnum verða Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Friðrik Aspelund og Kristín Erla Guðmundsdóttir sem skipta með sér einu sæti, Kristín Erla byrjar og verður fram í febrúar en þá tekur Friðrik við. Í erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun stefnunnar er lagt til að aðrir fulltrúar verði formaður eldriborgararáðs og formenn félaga eldriborgara í Borgarbyggð. Með hópnum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og félagsmálastjóri. Boðað verður til opins fundar í janúar til að fara yfir hvernig þjónustan nýtist í dag, hvað gengur vel og hvað betur má fara. Sú stefna sem í gildi er var unnin í janúar til apríl 2013. Markmið stefnumótunar er að efla þjónustuna enn frekar í samvinnu við hagsmunaaðila.
4.   Endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar – 1711124
Ákveðið hefur verið að stofna stjórnsýslustofnun félagsþjónustu sem fari með eftirlit með félagsþjónustu sveitarfélaga og ríkis. Á fundi velferðarnefndar í desember var skýrslan lögð fram til kynningar en ekki vannst tími til að fjalla ítarlega um hana. Skýrslan er frá maí 2016. Þar eru lagðar til töluverðar breytingar á þeirri stjórnsýslu og því eftirliti er nú er varðandi félagsjónustu sveitarfélaganna, barnavernd og ýmsa þjónustu sem veitt er ýmist af sveitarfélögum eða ríkinu.
Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju með að skýrari skil verði milli leiðsagnar- og eftirlitsaðila og því að gæðamál og staðlar varðandi öryggi þjónustunnar verði opinberir og samræmdir. Nefndin telur jafnframt mikilvægt að lögð verði áhersla á leiðsögn og ráðgjöf samhliða auknu eftilits.
Skýrslan er aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins. Er þar á forsíðunni ásamt stuttri umfjöllun um efni skýrslunnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00