78-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 78

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 1. desember 2017 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri

 

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014
Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna undanfarinn mánuð. Skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
 
2.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2018 lögð fram. Nefndin fór yfir fyrstu drög að áætlun fyrir mánuði síðan. Farið var yfir einstaka þætti, félagsmálastjóri svaraði þeim fyrirspurnum sem fram komu. Nefndin samþykkir fjárhagsáætlunina.
 
3.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Farið yfir verkefnalista
Verkefnalisti fyrir árin 2017 til 2020 liggur fyrir, það vinnulag að hafa alltaf þriggja ára áætlun til að efla enn frekar þjónustu við einstaklinga með fötlun, hefur verið notað allt frá því stefnumótun var frágengin árið 2015. Nefndin yfirfór verkefnalista fyrir árin 2018 til 2019. Sett verða fram drög að verkefnalista fyrir árið 2020 á næsta fundi.
 
4.   Þjónusta við aldraða – 1607129
Á fundi í desember 2016 fór nefndin yfir drög að gátlista yfir þjónustu við aldraða, þ.e. ákveðna þjónustuþætti, nýtingu þeirra og hvernig hægt væri að gera þjónustuna betri. Huga þarf að stefnumótun í þjónustu við aldraða, en núverandi stefnumótun er síðan 2014. Ýmsar breytingar hafa orðið á þjónustunni á síðan. Formanni nefndarinnar falið að ræða málið við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og eldriborgararáð fyrir næsta fund.
 
5.   Gjaldskrá félagsþjónustu 2018 – 1711123
Farið yfir gjaldskrá félagsþjónustunnar fyrir árið 2018. Nefndin leggur til að gjaldskráin hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs, eins og verið hefur. Nefndin leggur jafnframt til að tekjuviðmið hækki um 7,5% eða í samræmi við hækkun á elli- og örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins milli áranna 2016 og 2017, en tekjur fyrir árið 2017 eru lagðar til grundvallar við ákvörðun um greiðsluþátttöku þar til staðfest skattframtal nýs árs liggur fyrir. Farið var yfir hver nýtingin á þjónustunni er. Almennt er það svo að nýting á þeirri þjónustu sem er í boði hefur aukist ár frá ári.
Núverandi gjaldskrá má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Valinn er flipinn þjónusta, því næst eldri borgarar og þá gjaldskrá heimaþjónustu.
 
6.   Endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar – 1711124
Fyrirhuguð stjórnsýslustofnun kynnt.
Lögð var fram skýrsla nefndar félags- og húsnæðismálaráðherra um endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Skýrslan er frá maí 2016. Þar eru lagðar til töluverðar breytingar á þeirri stjórnsýslu og því eftirliti er nú er varðandi félagsjónustu sveitarfélaganna, barnavernd og ýmsa þjónustu sem veitt er ýmist af sveitarfélögum eða ríkinu.
Nefndin fékk skýrsluna afhenta fyrir stuttu síðan og nefndarmönnum hefur ekki gefist tækifæri til að kynna sér efni hennar nógu vel. Lagt er til að umræðu verði frestað til næsta fundar.
Skýrslan er aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins. Er þar á forsíðunni ásamt stuttri umfjöllun um efni skýrslunnar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00