77-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 77

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 3. nóvember 2017 og hófst hann kl. 10:00

 

 

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri

 

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014

Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna undanfarinn mánuð. Skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
2.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um akstursþjónustu Borgarbyggðar fyrir fatlaða og aldraða. Samkvæmt minnisblaði sem lagt hefur verið fram eykst þörf fyrir þjónustuna ár frá ári. Mikil ánægja er með þessa þjónustu. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um akstursþjónustuna er nefndin sammála um að akstursþjónustan verði með óbreyttu sniði til áramóta að minnsta kosti.
3.   Umsókn um styrk fyrir árið 2018 – 1711005
Framlögð umsókn Samtaka um kvennaathvarf um styrk til rekstrar árið 2018.
Framlögð umsókn Samtaka um kvennaathvarf um styrk til rekstrar árið 2018. Kvennaathvarfið er að auka sína þjónustu enn frekar til að koma enn betur til móts við þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Samtök um kvennaathvarf um 100.000 krónur enda um mikilvægt úrræði fyrir íbúa sveitarfélagsins að ræða.
4.   Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018. – 1710095
Framlögð umsókn Stígamóta um styrk til rekstrar fyrir árið 2018.
Framlögð umsókn Stígamóta um styrk til rekstrar fyrir árið 2018. Nefnin tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Stígamót um 100.000 krónur enda um mikilvægt úrræði fyrir íbúa sveitarfélagsins að ræða.

5.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Umræða um fjárhagsáætlun 2018
Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 kynnt. Unnið verður að fjárhagsáætlun milli funda og fullgerð áætlun lögð fyrir á næsta fundi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00