76-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 76

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 6. október 2017

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður og Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri

 

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014
Afgreiddar voru fimm umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók.
Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Einnig skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins
2.   Atvinnumál fatlaðra – 1701296
Velferðarnefnd vekur athygli á samþykkt sveitarstjórnar frá 12. febrúar 2015. Þar segir: „Sveitarstjórn samþykkir að stefna Borgarbyggðar í atvinnumálum einstaklinga með fötlun verði að þeim sé gefinn kostur á vinnu og/eða starfsþjálfun hjá öllum stofnunum sveitarfélagsins. Í hverju tilviki skuli fyrst og fremst vera tekið mið af þörfum, áhuga og getu viðkomandi einstaklings. Forstöðumenn stofnana Borgarbyggðar sýni gott fordæmi og vinni ætíð að því í samvinnu við starfsfólk félagsþjónustunnar að útfæra verkefni þannig að þau henti sem best.“

Ráðgefandi þroskaþjálfi Borgarbyggðar, sem jafnframt er forstöðumaður Öldunnar, sér um þessi mál af hálfu sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun sem sér um atvinnumál fatlaðra samkv.lögum um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006.

Ljósberinn-viðurkenningar til fyrirtækja sem hafa veitt fötluðum einstaklingum atvinnutækifæri á árinu.
Á Sauðamessu nk. laugardag verða veittar viðurkenningar til þeirra fyrirtækja sem hafa veitt fötluðum einstaklingum atvinnutækifæri undanfarið ár. Það er ánægjulegt að þeim fyrirtækjum sem veita einstaklingum með fötlun atvinnu allt árið hefur fjölgað og atvinnan orðin fjölbreyttari. 11 fyrirtæki og stofnanir fá viðurkenningu þetta árið. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin „Ljósberi“ er veitt.

3.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Akstursþjónustan fatlaðra og eldri borgara var til umræðu á fundi nefndarinnar í september. Þá var félagsmálastjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að taka saman minnisblað til að skýra stöðuna enn frekar. Minnisblað liggur fyrir. Ákveðið að fresta umfjöllun til næsta fundar því afla þarf frekari gagna.
4.   Jafnréttismál 2017 – 1710017
15. september hélt Jafnréttisstofa í samstarfi við Stykkishólmsbæ árlegan landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór á fundinn.
4. október var hélt Jafnréttisstofa ráðstefnu um heimilisofbeldi, félagsráðgjafi félagsjónustu Borgarbyggðar sat fjarfund.
Fyrirhugað var að halda jafnréttisþing dagana 26. og 27. október n.k.og að ráðherra myndi í samræmi við lög leggja skýrslu sína um stöðu og þróun jafnréttismála 2015-2017 fyrir þingið. Samkvæmt upplýsingum frá velferðrráðuneyti hefur þinginu verið frestað vegna þingrofs og dagsetningu alþingiskosninga þann 28. október. Standa vonir til að það verði haldið á vormánuðum 2018.Mannauðsstjóri Borgarbyggðar er að kynna sér aðferðafræði jafnlaunavottunar og hvað felist í henni fyrir sveitarfélag eins og Borgarbyggð.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00