74-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 74

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 4. ágúst 2017

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri

 

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014
Afgreiddar fjórar umsóknir um fjárhagsaðstoð, bókun færð í trúnaðarbók. Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi.
2.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Rætt um atriði sem komu fram í skýrslu nemenda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri að þyrfti að laga. Nemendum er þakkað fyrir skýrsluna sem er ítarleg, og vísar því til Umhverfis- og skipulagssviðs að skoða aðgengi að grunn- og leikskóla á Hvanneyri.
3.   Önnur mál – 1708011
Rætt um starfsmannamál í félagsþjónustu. Auglýsing eftir starfsmanni, félgaráðgjafa eða sálfræðingi hefur ekki borið árangur. Auglýst verður aftur nú fljótlega.
Velferðarnefnd býður nýjan félagsmálastjóra velkomin.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30