72-Velferðarnefnd Borgarbyggðar

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 5. maí 2017

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson varamaður og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014
Afgreiddar voru tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók.
Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna undanfarinn mánuð, einnig skráð í trúnaðarbók. Óheimmmilt er að birta afgreiðaslu nefndarinnar opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók.
 
2.   Fundir með – samráð við þjónustuþega. – 1704005
Árlegur fundur varðandi þjónustu við einstaklinga með fötlun var haldinn 27. apríl sl. Þetta er fjórða árið sem fundurinn er haldinn. Fundurinn var vel sóttur. Að þessu sinni var um samstarfsverkefni velferðarnefndar og Búsetuþjónustunnar að ræða. Auk opins fundar, til að ræða þjónustuna, var kynning frá svokölluð Sendiherraverkefni. Kynntur var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kynningin var áhugaverð og sett fram á skýran hátt. Nefndin kann starfsfólki Búsetuþjónustunnar bestu þakkir fyrir að bjóða okkur að taka þátt í þessari kynningu.
Nefndin felur þroskaþjálfa félagsþjónustunnar að útbúa minnisblað þar sem fram komi tillögur að fyrirkomulagi og kostnaði við aukið félagsstarf fyrir 18 ára og eldri.

Unnið er að því að koma á opnum samráðsfundi eða samráðsfundum við aldraða. Rætt hefur verið við nokkra aðila og tímasetningar munu liggja fyrir fljótlega.

 
3.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Umræða um aðgengi. Farið yfir niðurstöður skýrslu nemenda í Landbúnaðarháskólanum.
Skýrsla um aðgengismál er á fundi velferðarnefndar 5 liður, 62. Fundur, 2. júní 2016

Aðgengi. Skýrsla um aðgengismál við stofnanir Borgarbyggðar var lögð fram á fundi velferðarnefndar í júní 2016. Skýrslan var unnin af nemendum við Landbúnaðarháskóla Íslands í áfanganum landslagsbyggingarfræði. Í framhaldi af því var framkvæmdasviði falið að fara yfir og forgangsraða þeim verkefnum sem farið er yfir í skýrslunni. Sumum verkefnanna hefur verið lokið, t.a.m. bílastæði við Íþróttamiðstöðina og settar skábrautir á gangstéttarkanta. Skv. forstöðumanni framkvæmdasviðs verður bílastæði og stétt við ráðhúsið lagað á þessu ári, hitalögn í rampi við ráðhúsið komið í lag og malbikuð gata við HVE um leið og HVE fer í boðaðar viðgerðir m.a. á gangstétt og bílastæði fyrir fatlaða. Að auki heldur áhaldahúsið áfram að laga ýmsar brúnir og gangstéttarkanta, eins og mögulegt er.

Nefndin lýsir yfir ánægju með þessar framkvæmdir sem búið er að ljúka og eru á áætlun. Ánægjulegt að aðgengismál fari batnandi við stofnanir í sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00