71-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 71

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar haldinn í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 7. apríl 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Hjördís Hjartardóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014
Afgreiddar voru 2 umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna undanfarinn mánuð. Einnig skráð í trúnaðarbók. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók.
2.   Fundir með – samráð við þjónustuþega. – 1704005
Ræða samráð við þjónustuþega einkum aldraða og fatlaða.
Árið 2013 var unnið að stefnumótun þjónustu við aldraða í Borgarbyggð og árið 2014 var unnið að stefnumótun þjónustu við einstaklinga með fötlun. Stefnumótuninni fylgdu verkefnalistar, þriggja ára áætlun. Velferðarnefnd hefur tekið málin á dagskrá jafnt og þétt og þannig leitast við að framkvæmt sé í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var. Góð leið til að fá upplýsingar frá þjónustuþegum og aðstandendum um þjónustuna er að halda opna fundi. Þannig fást upplýsingar um það sem gengur vel og hvað betur má fara.
Undanfarin þrjú ár hefur á vormánuðum verið haldinn opinn fundur með þjónustuþegum fötlunarþjónustu og aðstandendum þeirra. Fundirnir eru opnir öllum.
Nefndin stefnir að opnum fundi í síðustu viku aprílmánaðar.
Formanni falið að undirbúa opinn fund um þjónustu við aldraða í samráði við formenn félaga eldri borgara og formann eldriborgararáðs.
3.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Fara yfir verkefnalista í þjónustu við fólk með fötlun. Einkum standsetningu húsnæðis Öldunnar dósamóttöku.
Þegar ákveðið var að flytja vinnustað fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu af Kveldúlfsgötunni í Brákarey þá var gerð þriggja ára áætlun til að skipta verkefnum og kostnaði milli ára. Í ár er þriðji áfangi. Nokkur verkefni eru á verkefnalistanum fyrir árið 2017. Eitt af þeim er að ljúka við standsetningu dósamóttökunnar. Velferðarnefnd óskar eftir að framkvæmdasvið geri tímasetta áætlun um verkið í samráði við forstöðumann Öldunnar.
Eins og áður hefur komið fram á fundum nefndarinnar þá er nefndin ánægð með hversu vel hefur tekist til með flutning Öldunnar og hversu vel hefur tekist að fylgja þeirri áætlun sem gerð var varðandi húsnæðið og aðstöðuna í heild.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50