66-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 66. fundur  

haldinn  , 3. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Björk Jóhannsdóttir varaformaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014
 
Gestir
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð.
 
2.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Nefndin hefur sett saman tillögu að verkefnalista fyrir árin 2017 ? 2020. Nefndin ákveður að verkefni af listanum verði reglulega á dagskrá nefndarinnar og að listinn verði endurskoðaður árlega.
 
3.   Þjónusta við aldraða – 1607129
Drög að verkefnalistum fyrir árin 2017 – 2020 liggja fyrir. Unnið verður áfram að málinu milli funda.
 
4.   Stuðningur í húsnæðismálum – 1607130
lögð voru fram drög að reglum um stuðning í húsnæðismálum. Nefndin lagði til lítilsháttar breytingar. Beðið er eftir leiðbeinandi reglum frá Velferðarráðuneyti. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
5.   Gráu svæðin í velferðarþjónustunni – 1610248
Lögð fram skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga „Gráu svæðin í velferðarþjónustunni“. Skýrslan er aðgengileg á vef Sambandsins. Nefndin fagnar því að skýrslan hafi verið gerð og unnið sé að því að skýra ábyrgð á verkefnum annarsvegar sveitarfélaga og hinsvegar ríkis.
 
6.   Stígamót, fjárbeiðni fyrir árið 2017 – 1610098
Nefndin leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000.-
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00