65-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 65. fundur  

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 10. október 2016 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Björk Jóhannsdóttir varaformaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri og Ragnar Frank Kristjánsson varamaður.

Fundargerð ritaði:  Hjördís Hjartardóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

 

1.   Trúnaðarbók – 1610014
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna.
 
2.   Húsnæðismál – Almennar íbúðir – 1610015
Nefndin leggur til að sveitarfélagið sæki um stofnframlag skv. lögum 52/2016. Nefndin leggur til að efsta hæð á Borgarbraut 65A, verði innréttuð sem íbúðir og þær leigðar út sem félagslegt leiguhúsnæði. Það er skortur á félagslegu leiguhúsnæði fyrir aldraða og öryrkja. Tillaga þessi er í samræmi við húsnæðisstefnu Borgarbyggðar.
 
3.   Stuðningur í húsnæðismálum – 1607130
Málið rætt. Nefndin felur félagsmálastjóra að halda áfram vinnu við drög að reglum um stuðning í húsnæðismálum.
 
4.   Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2016 – 1610017
Nefndin leggur áherslu á að starfshlutfall félagsráðgjafa verði hækkað úr 60% í 100%. Málum hefur fjölgað mikið frá 2011, t.d. hefur barnaverndartilkynningum fjölgað um ríflega 100%, almennum málum hefur einnig fjölgað, svo og málum vegna fólks með fötlun.

Lagt er til að gjaldskrárhækkanir verði í takt við verðlagsþróun, þ.e. vísitöluhækkun.

 
5.   Þjónusta við einstaklinga með fötlun – 1607128
Nefndin hefur gert áætlun fyrir árin 2017, 2018 og 2019. Áætlunin byggir á því sem gert var skv. verkefnalista 2015 og 2016. Verkefnum haldið áfram, þróuð enn frekar og nýjum bætt við, eftir því sem við á. Málinu verður lokið á næsta fundi.
 
6.   Þjónusta við aldraða – 1607129
Unnið verður að málinu milli funda.
 
7.   Ljósberinn viðurkenning – 1610018
Nefndin lýsir yfir ánægju með að viðurkenningin Ljósberi hafi verið veitt í annað sinn á Sauðamessu 2016. Það er ánægjulegt að fyrirtæki og stofnanir í héraði skuli leggja sig fram við að veita einstaklingum með fötlun atvinnu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00