64-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 64. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, fimmtudaginn 1. september 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Björk Jóhannsdóttir varaformaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður, Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Hjördís Hjartardóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

 

1. 1211244 – Umsóknir um fjárhagsaðstoð
Afgreiddar 5 umsóknir um fjárghagsaðstoð. Skráð í trúnaðarbók.
 
2. 1211032 – Afgreiðslur starfsmanna
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna. Skráð í trúnaðarbók.
 
3. 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Farið yfir verkefnalista skv. áætlun um þjónustu við einstaklinga með fötlun og ræddar hugmyndir að frekari verkefnum.
 
4. 1607129 – Þjónusta við aldraða
Farið yfir verkefnalista skv. stefnumótun í þjónustu við aldraða. Nefndin lýsir alvarlegum áhyggjum af vöntun á dagdvalar-, hvíldar-, hjúkrunar- og dvalarrýmum í Brákarhlíð. Ekkert hefur gerst varðandi eflingu heimahjúkrunar á svæðinu og er engin þjónusta utan dagvinnutíma virka daga. Fleiri bíða nú eftir þjónustu en á sama tíma í fyrra.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40