63-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 63. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, fimmtudaginn 4. ágúst 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Björk Jóhannsdóttir varaformaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Friðrik Aspelund aðalmaður og Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri.

Fundargerð ritaði:  Hjördís Hjartardóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

1. 1211244 – Umsóknir um fjárhagsaðstoð
Lagðar fram tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð. Afgreiðsla skráð í trúnaðarbók.
 
2. 1211032 – Afgreiðslur starfsmanna
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna
 
3. 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Umræða um verkefnalista fyrir árin 2018 og 2019. Rætt um aðgengi og hvernig styrkja megi sjálfstæða búsetu. Rætt um endurbætur á húsnæði í Öldunni. Nefndin stefnir að heimsókn í Ölduna í október.
 
4. 1607129 – Þjónusta við aldraða
Rætt um verkefnalista fyrir 2017 og 2018.
 
5. 1607130 – Stuðningur í húsnæðismálum
Rætt um breytingar sem verða á húsaleigu – húsnæðisbótum um áramót.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00