62-Velferðarnefnd Borgarbyggðar

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 62. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, fimmtudaginn 2. júní 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Björk Jóhannsdóttir varaformaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson varamaður, Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Hjördís Hjartardóttir, félagsmálastjóri

Dagskrá:

1. 1211244 – Umsóknir um fjárhagsaðstoð
Afgreiddar 5 umsóknir um fjárhagsaðstoð. Félagsmálastjóra falið að vinna drög að reglum um stuðning í húsnæðismálum, sem taki til sérstakra húsaleigubóta og stuðnings vegna tryggingar/fyrirframgreiðslu vegna húsnæðis.
2. 1211032 – Afgreiðslur starfsmanna
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna.
3. 1605121 – Aldan
farið yfir starfsemi Öldunnar Forstöðumaður Guðrún Kristinsdóttir mætir á fundinn.
Guðrún Kristinsdóttir forstöðumaður Öldunnar mætti á fundinn. Farið yfir starfið undanfarið. Nefndin lýsir ánægju með hve starfsemin fer vel af stað í nýju húsnæði. Ánægjulegt að heyra að verkefnastaða sé góð. Nefndin leggur áherslu á að brýnum endurbótum á húsnæði verði lokið fyrir 1. september.
4. 1311136 – Forvarnarmál
Farið yfir drög að forvarnarstefnu. Nefndin þakkar forvarnarfulltrúa fyrir. Félagsmálastjóra falið að koma ábendingum til skila.
5. 1505003 – Aðgengismál
Samkvæmt úttekt nemenda við LBHÍ er aðgengi við opinberar stofnanir og fyrirtæki víða ábótavant.Nefndin lýsir áhyggjum yfir hve lítið hefur gerst í þessum málum undanfarin ár þrátt fyrir ítrekaðar úttektir og umræður. Nefndin leggur til að Framkvæmdasviði verði afhent úttektin og falið að vinna aðgerðaáætlun fyrir 1. september nk. um nauðsynlegar endurbætur við stofnanir Borgarbyggðar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10