61-Velferðarnefnd

Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 61

  1. fundur Velferðarnefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, miðvikudaginn 11. maí 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður, Björk Jóhannsdóttir varaformaður, Jón Arnar Sigurþórsson aðalmaður, Kristín Erla Guðmundsdóttir aðalmaður, Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Dagskrá:

 

1. 1211244 – Umsóknir um fjárhagsaðstoð
Engar umsóknir hafa borist frá síðasta fundi.
2. 1211032 – Afgreiðslur starfsmanna
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi.
3. 1311136 – Forvarnarmál
Málinu frestað til næsta fundar.
4. 1403128 – Samráð við þjónustuþega í fötlunarþjónustu
Farið yfir niðurstöður samráðsfundar með þjónustuþegum í fötlunarþjónustu sem haldinn var 18. apríl sl. Félagsmálastjóra falið að koma ábendingunum í farveg innan framkvæmdarsviðs og til þeirra forstöðumanna sem að málinu koma.
Fylgiskjal:
5. 1505003 – Aðgengismál
Málinu frestað til næsta fundar.
6. 1605039 – Jafnréttissjóður Íslands
Auglýsing Jafnréttissjóðs Íslands lögð fram þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2016. M.a. er áhersla lögð á að veita fé til verkefna sem falla undir þróunarverkefni í skólakerfinu sem ætlað er að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að athuga hvort áhugi sé í leik- og grunnskólum til að sækja um styrk til að vinna slík verkefni næsta vetur.
Fylgiskjöl:

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00