58-Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum

Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum – 58

  1. fundur Umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum

haldinn  í stóra fundarsal í Ráðhúsi, 15. mars 2017

og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:

Hilmar M. Arason aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður og Unnsteinn Elíasson aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir, Verkefnastjóri

Dagskrá:

 

1.   Samkomulag við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um verkefni í Einkunnum – 1703053
Drög að samkomulagi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um verkefni innan fólkvangsins lögð fram.
Rætt um drögin og breytingar gerðar í samræmi við umræður á fundinum.
Formannni og verkefnastjóra falið að vinna að málinu áfram.
 
2.   Gróðursetning í Einkunnum – 1703054
Fjallað um samþykkta ræktunaráætlun fólkvangsins og samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að sinna skógrækt á afmörkuðum reitum.
Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir áhugasömu skógræktarfólki.
 
3.   Einkunnir deiliskipulag – 1302035
Farið yfir stöðu málsins. Nefndin óskar eftir að málið fái úrvinnslu sem fyrst.
 
4.   Önnur mál umsjónarnefndar Einkunna – 1309065
Sumarlandvarsla á Vesturlandi sumarið 2016, skýrsla landvarðar Umhverfisstofnunar lögð fram.
Fram kemur í skýrslu landvarðar að verndaráætlun vantar fyrir svæðið. Verkefnastjóra falið að ræða við Umhverfisstofnun um málið.
 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00