58-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 10. janúar 2018 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður, Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður, Gísli Karel Halldórsson, sviðsstjóri, Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur, Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri,  Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi og Þórólfur Óskarsson, byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 58

 

1.   Into the glacier ehf – breyting á aðalskipulagi – 1703021
Tillagan hefur verið uppfærð og þarf að taka sérstakega fyrir svör við athugsemdum Skipulagsstofnunar.
Umhverfis, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsendar athugasemdir frá Skipulagsstofnun vegna tillögunnar og tekið afstöðu til þeirra. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 20.12.2017. Hún felur í sér að landnotkun verður breytt úr frístundabyggð í verslun og þjónustu á reit sem í gildandi skipulagi er merktur F128. Tillagan var auglýst samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
2.   Into the glacier ehf. – nýtt deiliskipulag – 1705199
Tillagan hefur verið uppfærð og þarf að taka sérstakega fyrir svör við athugsemdum Skipulagsstofnunar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsendar athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna tillögunnar og tekið afstöðu til þeirra. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 27.12.2017. Hún nær yfir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3 við Kaldadalsveg. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveítarstjórnar.
 
3.   Fossatún deiliskipulagsbreyting – 1711080
Umsókn Fossatúns ehf, kt. 640210-0360 dags. 20.11.2017 um breytingu á deiliskipulagi Fossatún – ferðaþjónusta, afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga bendir Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd á að fyrirhuguð smáhýsi tengjast rekstri sem er skilgreindur sem verslun og þjónusta í Aðalskipulagi Borgarbyggðar. Fyrirhuguð smáhýsi eru ekki innan þess svæðis í aðalskipulaginu og því telur Umhverfis -, skipulags og landbúnaðarnefnd að gera þurfi breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar áður en hægt er að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi.
 
4.   Hafþórsstaðir lnr. 134768 – Tilkynning um skógrækt – 1712081
Tilkynning Skógræktar ríkisins um samning um skógrækt á Hafþórsstöðum, lnr. 134768. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar hvort framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 sé krafist.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að sveitarstjórn fari fram á að framkvæmdaraðili sæki um framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
5.   Sveinatunga – skógræktarsamningur, viðbót – 1712077
Tilkynning Blomstra ehf kt 680206-2280 dags. 19. desember 2017 um fyrirhugaðan viðbótarsamning við Skógrækt ríkisins um skógrækt á jörðinni Sveinatungu landr. 134822. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar hvort framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 sé krafist.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið en þar sem skógræktarsvæði liggur beggja vegna þjóðvegar 1 óskar nefndin eftir því að fengið verði álit Vegagerðarinnar, Veiðifélags Norðurár og Afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar. Umhverfis-, skipulags- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn fari fram á að framkvæmdaraðili sæki um framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
6.   Umhverfis- og skipulagssvið – Framkvæmdaáætlun 2018 – 1801024
Framkvæmdaáætlun Borgarbyggðar 2018 kynnt og rætt um verkefni sem eru til úrlausnar á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs.
Farið yfir framkvæmdaáætlun Borgarbygggðar 2018. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að hafin verði hönnun á fyrirhuguðum nýjum götum og gangstéttum á Hvanneyri og í Bjargslandi.
 
7.   Hjólreiðar á stíg milli Einkunna og Borgar – 1710081
Beiðni um að leyfðar verði hjólreiðar á stíg milli Einkunna og Borgar sem sveitarstjórn vísaði til Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Stígurinn sem um ræðir er að stærstum hluta ekki í eigu Borgarbyggðar. Bréfritara er bent á að hafa samband við Prestssetrasjóð vegna erindisins. Ekki eru fyrirhugaðar neinar viðbótarframkvæmdir við stíginn á vegum Borgarbyggðar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga að hjólað sé á stígnum í núverandi ástandi þar sem hann liggur í landi Borgarbyggðar.
 
8.   Taxtar fyrir refa og minkaveiði 2018 – 1801025
Lagðar fram tillögur frá umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar fyrir árið 2018 að töxtum fyrir refa og minkaveiðar árið 2018 svo og að veiðikvótum.
Lagt er til að taxtar fyrir veiðimenn verði hækkaðir um 5% og veiddum dýrum fjölgað lítillega. Umhverfis-, skipulags, og landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða tillögu.
 
9.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 143 – 1711006F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 143 afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
9.1 1711023 – Steindórsstaðir lnr. 134469 – byggingarleyfi, dæluskúr.
 

 

9.2 1711024 – Tröð lnr. 136087 – byggingarleyfi, niðurrif
 

 

9.3 1711029 – Laxeyri lnr. 134519 – stöðuhýsi, stöðuleyfi.
 

 

9.4 1710101 – Böðvarsgata 13 lnr. 135584 – byggingarleyfi, klæðning
 

 

9.5 1711045 – Deildartunga 3 lnr. 222999 – byggingarleyfi, útiklefar
 

 

9.6 1711049 – Gvendarás 1 lnr. 135039 – byggingarleyfi, niðurrif
 

 

 
10.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 144 – 1712003F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 143 afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
10.1 1711114 – Litli-Lækur – byggingarleyfi, íbúðarhús
 

 

10.2 1710067 – Langárfoss lnr. 135938 – byggingarleyfi, viðbygging
 

 

10.3 1705059 – Geitland v. Langjökul lnr. 172945 – Stöðuleyfi, bogahýsi
 

 

10.4 1711055 – Stóri-Árás vestan 3 lnr. 135328 – byggingarleyfi, frístundahús
 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30