57-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 6. desember 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, María Júlía Jónsdóttir aðalmaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður, Gísli Karel Halldórsson, sviðsstjóri, Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur, Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri, Gunnar S. Ragnarsson byggingarfulltrúi og Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 57

 

1.   Deildartunga 3 lnr.222999 – Deiliskipulag, breyting – 1708012
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Deildartungu 3. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 3. ágúst 2017. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Deildartungu 3 frá árinu 2014 sem tekur eingöngu til byggingarreits B. Byggingarreitur B stækkar úr 1280 ferm í 6350 ferm. og heildarbyggingarmagn hans eykst úr 500 fermetrum í 1000 fermetra. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
2.   Seláshverfi í landi Ánabrekku, deiliskipulagsbreyting – 1409019
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Seláshverfi í landi Ánabrekku. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 20. ágúst 2014 og felur m.a. í sér breytingu á aðkomu að hluta svæðisins. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.   Einkunnir deiliskipulag – 1302035
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir fólkvanginn Einkunnir. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 6. júlí 2016. Skipulagið var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.   Fossatún deiliskipulagsbreyting – 1711080
Umsókn Fossatúns ehf um breytingu á deiliskipulagi Fossatún – ferðaþjónusta.
Afgreiðslu málsins frestað. Skipulagsfulltrúa falið að fá frekari upplýsingar hjá Skipulagsstofnun og heilbrigðisfulltrúa Vesturlands.
5.   Skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi – Lýsing – 1711131
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi – Lýsing til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 5. desember 2017 og tekur til breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 þ.e. breyta landnotkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í íþróttasvæði ÍÞ. Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m sunnan við skotæfingasvæðið. Málsmeðferð verði samkvæmt 31. gr.n Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókunin var samþykkt af fjórum nefndarmönnum. Björk Jóhannsdóttir sat hjá.
6.   Framtíðarsýn fyrir götureit við Brákarhlíð og Heilsugæslu Vesturlands – 1712011
Farið yfir framtíðarsýn fyrir götureit við Borgarbraut 63 – 67 og Ánahlíð, en Brákarhlíð og Heilsugæsla Vesturlands eru innan þess reits. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að setja af stað vinnu við breytingu á deiliskipulagi á svæðinu. Haft verður samband við alla hagsmunaaðila við þá vinnu.
7.   Borgarbraut 65a – bílskúrar, umsókn – 1710048
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samkvæmt skipulagslögum þarf að deiliskipuleggja svæðið. Samkvæmt bókun nefndarinnar í 6. lið er að fara af stað vinna við að breyta deiliskipulaginu og verður þá tekin ákvörðun um bílskúra á svæðinu. Umhverfis- og skipulagssviði falið að svara umsækjanda.
8.   Mótorsportfélag Borgarfjarðar – 1502085
Byggðaráð vísaði málinu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
Framlagt minnisblað sveitarstjóra dags. 18.9.2017 um viðræður við fulltrúa Mótorsportfélags Borgarfjarðar varðandi svæði undir mótorsportbraut skv. afgreiðslu byggðarráðs 6.6.2017.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagssviði að ræða við Sorpurðun Vesturlands um hugsanlegt svæði fyrir Mótorsportfélag Borgarfjarðar í Fíflholtum.
9.   Reiðvegur í landi Kárastaðalands – 1711064
Lögð fram til kynningar tillaga (uppdráttur) í vinnslu dags. Okt. 2017 um nýja leið fyrir reiðveg í landi Kárastaðalands.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir legu nýs reiðvegar. Fyrir liggur samþykki hestamanna fyrir honum.
10.   Ársfundur náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar 2017 – 1710026
Hrafnhildur Tryggvadóttir fór á ársfund Umhverfisstofnunar og náttúruverndanefnda 2017 svo og á ársfund Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila friðlýstra svæða 2017. Hún fór yfir helstu málefni sem voru rædd á þessum tveimur ársfundum.
Guðveig Eyglóardóttir yfirgaf fundinn.
11.   Refasamningur og uppgjör – 1711053
Samningur Umhverfisstofnunar við Borgarbyggð um refaveiðar 2017-2019 og uppgjör refaáætlunar 2014-2016 lagt fram.
Farið yfir tillögu að samningi Umhverfisstofnunar við Borgarbyggð um refaveiðar 2017-2019 og uppgjör refaáætlunar 2014-2016. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur Hrafnhildi Tryggvadóttur að ganga frá samningi við Umhverfisstofnun um refaveiðar 2017 – 2019.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15