54-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 6. september 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur, Sigurður Guðmundsson varamaður, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður, Þór Þorsteinsson varaformaður, Hjalti Rósinkrans Benediktsson varamaður, Gisli Karel Halldórsson, sviðsstjóri, Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri, Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 54

 

1.   Deildartunga 3 lnr.222999 – Deiliskipulag, breyting – 1708012
Umsókn Brynhildar Sólveigardóttur hjá Dark Studio fyrir hönd landeiganda, Krauma Náttúrulaugar ehf um breytingu á deiliskipulagi Deildartunga 3.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deilskipulagi Deildartungu 3 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 3. ágúst 2017. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Deildartungu 3 frá árinu 2014 sem tekur eingögnu til byggingarreits B. Byggingarreitur B stækkar úr 1280 ferm í 6350 ferm. og heildarbyggingarmagn hans eykst úr 500 fermetrum í 1000 fermetra. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. málsgrein 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
2.   Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar – leikskólalóð og íbúðasvæði Kleppjárnsreykjum – lýsing – 1708158
Lög fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – leikskólalóð og íbúðasvæði á Kleppjárnsreykjum – Lýsing
Með fyrirvara um jákvæðar niðurstöður rannsókna ÍSOR samþykkir Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 – leikskólalóð og íbúðarsvæði á Kleppjárnsreykjum – lýsing til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dags 31. ágúst 2017 og felur m.a. í sér afmörkun nýrrar lóðar fyrir leikskólann Hnoðraból í þéttbýliskjarnanum á Kleppjárnreykjum í Reykholtsdal. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 36.gr Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.   Endurskoðun deiliskipulags Bjargsland II svæði 1. – 1510102
Einar Ingimarsson arkitekt kynnti stöðu við vinnu að breytingum á deilskipulagi Bjargslands.
Gestir
Einar Ingimarsson – 09:00
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd þakkar Einari Ingimarssyni fyrir kynninguna.
4.   Hreinsunarátak 2017 – 1703146
Hrafnhildur Tryggvadóttir kynnit fyrirhugað hreinsunarátak í dreifbýli dagna 2. – 16. október 2017.
Umhverfis-, skipulags- og landúnaðarnefnd samþykkir að haldið verði hreinsunarátak í dreifbýli dagana 2. – 16. október 2017. Gámar fyrir járn og timbur verða staðsettir á tíu stöðum þe á Bjarnastöðum, Brautartungu, Brekku í Norðurárdal, Bæjarsveit, Grímsstöðum, Hvanneyri, Högnastöðum, Lindartungu, Lyngbrekku og Síðumúlaveggjum.
5.   Umhverfisviðurkenningar 2017 – 1705157
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur dómnefnd að fara yfir tilnefningar geri tillögur að viðkenningum til afhendingar á Sauðamessu.
6.   Borgarbraut 9 – 13 – gangstétt, fyrirspurn – 1708115
Lögð fram beiðni Evu Hlínar Alfreðsdóttur fh Farfuglaheimilisins í Borgarnesi Borgarnes HI hostel staðsett að Borgarbraut 9-13 um leyfi til viðburðar og tímabundinnar málunar á gangstéttinni fyrir utan Borgarbraut 9-13.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd fellst á beiðni umsækjanda með þeim kvöðum að málning verði þrifin af gangstétt þegar viðburði lýkur.
7.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 139 – 1708011F
Umhverfis-, skipulags-og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 139. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
7.1 1708015 – Sólbakki 25 lnr. 187481 – Byggingarleyfi, geymsla
 
7.2 1708023 – Digranesgata 4 lnr. 190229 – byggingarleyfi, verslun og þjónusta
 
7.3 1708042 – Lambastaðir lnr.135963 – byggingarleyfi, viðbygging fjós
 
7.4 1708045 – Gunnlaugsgata 13 lnr.135648 – byggingarleyfi, viðbygging, breytingar
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45