53-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 9. ágúst 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður, Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri, Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 53

 

1.   Mótmæli gegn breytingu á aðalskipulagi, Kveldúlfsgata 29 – 1707045
Ábendingafrestur vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 dags 23. maí 2017 – Lýsing Nýtingarhlutfall götureits á íbúðarsvæði Í5 í Borgarnesi, Kveldúlfsgata 29 var til 21. júlí 2017. Alls bárust 18 ábendingar. Lagt fram.
2.   Kveldúlfsgata 29 – breyting aðalskipulags – 1705160
Kveldúlfsgata 29 – lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 dags 23. maí 2017 – Lýsing Nýtingarhlutfall götureits á íbúðarsvæði Í5 í Borgarnesi, Kveldúlfsgata 29 var auglýst frá 22. júní til 21. júlí 2017. Alls bárust 18 ábendingar.
Í ljósi framkominna ábendinga og eftir viðræður við lóðarhafa er niðurstaðan sú að ekki er þörf á breyta aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2011 á íbúðarsvæði Í5 Kveldúlfsgötu 29. Nýtingarhlutfall á reitnum fer því ekki yfir 0,5 eins og stendur í gildandi aðalskipulagi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að hætt verði við breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 nýtingarhlutfall götureits á íbúðasvæði Í5 í Borgarnesi Kveldúlfsgata 29. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.   Hrafnaklettur 1b lnr. 212585, breyting á deiliskipulagi – 1703227
Athugasemdafrestur vegna breytingar á deiliskipulagi Hrafnaklett 1b í Borgarnesi landnr 212585 var til 5. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi fyrir Hrafnaklett 1b lnr. 212585. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 29. mars 2017 og felur í sér breytingu á nýtingarhlutfalli skipulagssvæðisins og skilgreiningu á fyrirhuguðum framkvæmdum. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.   Dalsmynni lnr. 134760 – deiliskipulag, Fagrabrekka 1-3 – 1703088
Athugasemdafrestur vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalsmynni lnr 134760, Fagrabrekka 1 – 3 dags. 1. desember 2010 uppfærður 18. desember 2016 var til 5. júlí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Dalsmynni lnr.134760 – Fagrabrekka 1-3. Tillagan er sett frá á uppdrættti með greinagerð dags.1.12. 2010 uppfærður 18.12.2016 og felur m.a.í sér skilgreiningu á þremur frístundalóðum. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.   Skúlagata 17 – byggingarleyfi, breyting á efri hæð – 1604013
Grenndarkynning um byggingarleyfi – breyting innanhúss Skúlagötu 17 er lokið. Almennt var tekið jákvætt í erindið en fram komu athugasemdir varðandi vöntun á bílastæðum.
Í framhaldi af grenndarkynningu og framkomnum athugasemdum tekur Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd jákvætt í umsókn Englendingarvíkur ehf kt 660116-0440 um byggingarleyfi um breytingar innanhúss Skúlagötu 17. Fyrirhugað er að útbúa fimm gistiherbergi í húsinu og breyta þannig notkun þess. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi. Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að fjölgun bílastæða á svæðinu í samvinnu við eigendur Englendingarvíkur ehf.
6.   Tilkynning um skógrækt að Rauðsgili – 1707056
Skógræktin sendir tillkynningu með bréfi dags. 20. júlí 2017 um skógrækt í Rauðsgili landnr 134509. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 53 ha að stærð.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd gerir engar athugasemdir við tilkynningu um samning um skógrækt í Rauðsgili og telur ekki þörf á að framkvæmdin fái framkvæmdaleyfi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
7.   Grjóteyri lnr.133838 – Tilkynning um skógrækt – 1707027
Byggðarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd. Skógræktin sendir tilkynningu með bréfi dags. 6. júlí 2017 um skógrækt á jörðinni Grjóteyri í Borgarbyggð landnr. 133838. Áætlað skógræktarsvæði er 87 ha að stærð.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur Skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna í málinu áður en tekin er afstaða til erindisins.
8.   Bær 1A 133829 – Umsókn, stækkun lóðar – 1707021
Byggðarráð vísað erindinu til umfjöllunar í umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Sótt er um stækkun lóðarinnar að Bæ 1A, Borgarbyggð (Litli-Teigur). Umsækjendur eru Þórir Ólafsson, kt. 240350-2549, (lóðareigandi), og Jytta Jancy Jórunn Juul, kt. 250844-6979, sem er eigandi hússins á lóðinni. Skv. Þjóðskrá Íslands er lóðin 616 ferm. en sótt er um stækkun upp í 1.101 ferm. skv. uppdrætti Landlína ehf.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að erindið sé samþykkt.
9.   Hvítárholt 2 – beiðni um umsögn – 1707062
Framlögð beiðni Ingvars Þórs Jóhannssonar, kt. 230571-5709 og Jóhönnu Erlu Jónsdóttur, kt. 250974-4699, til heimilis að Hlöðutúni, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stöfnun lögbýlis að Hvítárholti 2. Með fylgir afrit af þinglýstum kaupsamning.
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að gefa jákvæða umsögn um erindið.
10.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 136 – 1707003F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 136. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
10.1 1611296 – Brákarbraut 1, fnr.2111163 – byggingarleyfi, breyting
10.2 1705153 – Bjarnastaðir, Melabyggð lóð nr.4 lnr. 195723 – byggingarleyfi, sumarhús
10.3 1706048 – Varmaland hótel lnr. 223543 – byggingarleyfi, breytingar
10.4 1706093 – Borgarbraut 50 lnr.135495 – byggingarleyfi, innanhússbreytingar
10.5 1705154 – Bjarnastaðir sv 1,1, lnr. 134673 – byggingarleyfi, frístundahús
11.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 137 – 1707007F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 137. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
11.1 1707032 – Brókarstígur 13 lnr.177300 – byggingarleyfi, sumarhús
11.2 1706009 – Einifell lnr. 134859 – byggingarleyfi, vélaskemma
11.3 1610072 – Stóraborg 11 – byggingarleyfi
12.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 138 – 1708002F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 138 afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
12.1 1708005 – Laufskálar, lnr. 134892 – byggingarleyfi, gróðurhús
12.2 1707050 – Laxárholt 2, lnr.136017- byggingarleyfi, viðbygging við fjós.
12.3 1611372 – Kálfhólabyggð 33 lnr. 135145 – byggingarleyfi, stöðuleyfi
12.4 1510003 – Egilsgata 6 – byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn
12.5 1705182 – Neshagi 6 lnr. 218171 – byggingarleyfi, sumarhús
 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45