52-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 5. júlí 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingu hjá umhverfis- og skipulagssviði, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður, Þór Þorsteinsson varaformaður, Gísli Karel Halldórsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri og Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 52

 

1.   Ánabakki 13 úr landi Ánastaða – nýtt deiliskipulag – 1512010
Endurupptaka máls.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag við Ánabakka 13 úr landi Ánastaða til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. í april 2015 og og felur meðal annars í sér nýtt skipulag fyrir íbúðarhús og skemmu/hesthús. Málsmeðferð verði í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
2.   Skotæfingasvæði í landi Hamars – 1501024
Fyrirhugað er að breyta aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Hamars.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Skotæfingasvæði í landi Hamars til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dag. 5.07.2017 og felst í því að breyta landnotkun 16,7 ha svæðis úr landbúnaði í íþróttasvæði (Í) og að skilgreina nýja reið- og gönguleið um 400 metra sunnan við svæðið. Nýr aðkomuvegur verður lagður að svæðinu frá Bjarnhólum sunnan efnistökusvæðis og mun samnýtt með núverandi reið-og gönguleið. Málsmeðferð verði í samræmi 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Bókun samþykkt af JEA, ÞÞ, GE,ÞGB.
Björk Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég leggst gegn þeirri breytingu á aðalskipulagi sem hér er gerð tillaga um. Fyrirhuguð staðsetning skotæfingasvæðis hefur ekki fengið faglega umfjöllun þar sem bornir eru saman ólíkir valkostir. Umrædd staðsetning er líkleg til að hafa áhrif á aðra aðila sem þegar hafa starfsemi á svæðinu og í grennd við það. Sé talið nausynlegt að breyta landnotkun á umræddum reit ætti frekar að gera hann að opnu svæði (sbr. grein 6.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013), enda ljóst að svæðið hefur mikið gildi sem útivistarsvæði nú og til framtíðar.
3.   Endurskoðun deiliskipulags Bjargsland II svæði 1. – 1510102
Einar Ingimarsson kom á fundinn og kynnti vinnu við endurskoðun deiliskipulags Bjargslandi II svæði 1.
Gestir
Einar Ingimarsson – 09:30
Einar Ingimarsson kynnti vinnu sína við endurskoðun deilskipulags á íbúabyggð í Bjargslandi. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur Einari Ingimarsyni að halda áfram að vinna að málinu.
Gísli Karel Halldórsson og Sigurður Friðgeir Friðriksson fóru af fundi kl. 10:20.
4.   Fitjar 2 óveruleg breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – 1707009
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Tillagan er sett fram í greinagerð dagsettri 5.07.2017 og felur í sér breytingu á svæði S4 í Borgarnesi svæði fyrir verslun og þjónustu, bílasali. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,15 í 0,40 og lýsing starfsemi verður aðstöðu-og félagshús björgunarsveitar, verslun og þjónusta. Skilgreindar verða tvær lóðir á svæðinu. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. málsgrein 36. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.   Fitjar 2 lnr. 187474 – deiliskipulag, breyting – 1705204
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á tillögu að deiliskipulagi í Borgarbyggð Engjaás 1, 1A og Fitjar 2 í Borgarnesi til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dagsettri 20.06.2017 og tekur til þriggja lóða og er samtals 5,0 ha. Mörk skipulagssvæðis fylgja lóðamörkum í jaðri engja fyrir norðan Borgarvog og Engjaás að Snæfellsvegi (54). Málsmeðferð verði í samræmi við 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
6.   Urðarfellsvirkjun lnr 134495 – deiliskipulagsbreyting, umsókn – 1704223
Urðarfellsvirkjun, breyting á deiliskipulagi.
Umsókn frá Ómari Péturssyni hjá Nýhönnun ehf á Hvanneyri f.h. landeiganda, Ferðaþjónustunnar á Húsafelli.
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á gildandi deiliskipulagi Urðarfellsvirkjunar í landi Húsafells, en í breytingunni felst að afl virkjunar breytist úr 1000 kW í 1150 kW vegna breytinga á hverflum virkjunarinnar. Engar framkvæmdir fylgja breytingu deiliskipulagsins, umfram þær sem getið er um í gildandi deiliskipulagi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda óverulega breytingu á deiliskipulagi Urðarfellsvirkjunar. Málsmeðferð verði í samræmi við aðra málsgrein 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
7.   Neshagi 6 lnr. 218171 – byggingarleyfi, sumarhús – 1705182
Landnr:218171
Umsækjandi: Svava Björk Jónsdóttir, kt:281278-2239 sækir um fyrir hönd Andra Karlssonar, kt:040169-4239.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu 2ja hæða frístundahúsi á lóðinni Neshaga 6, samkv. uppdráttum frá Svövu Björk Jónsdóttur, kt:281278-2239, dags: 21.05.2017.
Stærðir: 134,9 m2 og 422,001 m3.
Hönnuður: Svava Björk Jónsdóttir, kt:281278-2239.
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta grenndarkynna fyrir nærliggjandi jörðum. Grenndarkynnt verður fyrir Þorgautsstöðum I og II, Háafelli, Hvítárnesi, Hýrumel og Norður-Reykjum. Fengið verði leyfi frá Fiskistofu fyrir framkvæmdinni. Endanlegri ákvörðun vísað til sveitarstjórnar.
Hrafnhildur Tryggvadóttir sat fundinn við afgreiðslu liða 8, 9, 10 og 11 á fundinum.
8.   Áætlun um refaveiðar 2017-2019 – 1706109
Umhverfisstofnun – áætlun til þriggja ára um refaveiðar 2017-2019. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög sendi inn þriggja ára áætlun um refaveiðar til Umhverfisstofnunar eigi síðar en 15. ágúst 2017.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að bændur tilkynni um tjón af völdum refs í gegnum Bændatorgið til þess að betur sé hægt að meta það. Nefndin felur Hrafnhildi Tryggvadóttur að gera þriggja ára áætlun um refaveiðar í sveitarfélaginu.
9.   Eftirlit 2017- urðun Bjarnhólum – 1706039
Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar dags. 9. júní 2017 vegna Urðunarstaðarins við Bjarnhóla.
10.   Könnun á viðhorfum íbúa til úrgangsmála 2017 – 1706107
Niðurstaða könnunar sem Pavle Estrajher nemi í LBHÍ vann fyrir Borgarbyggð á viðhorfum íbúa til úrgangsmála dags. 2017 kynnt. Hrafnhildi Tryggvadóttur falið að gera frétt á heimasíðuna um málið.
11.   Frisbígolf í Borgarbyggð – 1505015
Vegna Unglingalandsmóts UMFI sem haldið var í Borgarnesi sumarið 2016 var fjárfest í Frisbígolfkörfum. Rætt var um að koma þeim niður í hjarta Borgarness með tímabundnum hætti á meðan á mótinu stæði en að síðan þyrfti að finna körfunum framtíðarstaðsetningu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að athugað verði með staðsetningu fyrir Frisbígolfvöll á Hvanneyri, í samráði við Landbúnaðarháskólann og íbúa á staðnum. Skipulagsfulltrúa verður falið að fylgja málinu eftir.
12.   Bjarnastaðir sv 1,1, lnr. 134673 – byggingarleyfi, frístundahús – 1705154
Landnr: 134495
Umsækjandi: Magnús H. Ólafsson, kt:150550-4759 sækir um fyir hönd Hrefnu Sigurjónsdóttur, kt:140159-2559.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahús á sv-1, í landi Bjarnastaða, samkv. uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar, kt: 150550-4759 dags: 09.03.2017.
Stærðir: 89,9 m² og 271,354 m³.
Hönnuður: Magnúsi H. Ólafsson, kt: 150550-4759. Markstofa ehf.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
13.   Grunnskólinn í Borgarnesi, lnr. 135648-byggingarleyfi, breyting – 1707012
Landnr: 135648
Umsækjandi: Borgarbyggð sveitarfélag, kt: 510694-2289.
Erindi: Sótt er um leyfi til að stækka glugga á Grunnskólanum í Borgarnesi, samkv. uppdráttum frá Zeppelin arkitektum, kt: 621097-2109 dags: 10.03.2017.
Hönnuður Zeppelin arkitektar, kt: 621097-2109.
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið.
14.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 135 – 1706007F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 135. fundar byggingarfulltrúa
14.1 1706003 – Húsafell 3 lnr.134495 – byggingarleyfi, stöðvarhús
14.2 1706005 – Hamarsland-Hótel lnr. 200623 – byggingarleyfi, saunaklefi
14.3 1706031 – Stekkjarhóll 63 lnr.134985 – byggingarleyfi, viðbygging
14.4 1706032 – Stekkjarhóll 68-69 lnr 134985 – . byggingarleyfi, viðbygging
14.5 1706033 – Stekkjarhóll 65 lnr. 134985 – byggingarleyfi, viðbygging
14.6 1706045 – Laufskálar lnr. 193033 – byggingarleyfi, skemma
14.7 1706052 – Hallkelsstaðahlíð, lnr. 136048 – byggingarleyfi, reiðhöll
14.8 1705135 – Dílahæð 5, lnr.135592 – byggingarleyfi, breyting
14.9 1705178 – Langárfoss veiðihús lnr. 135939 – geymsluskúr, stöðuleyfi
14.10 1705183 – Straumur lnr. 217555 – byggingarleyfi, einbýlishús
14.11 1705182 – Neshagi 6 lnr. 218171 – byggingarleyfi, sumarhús
14.12 1706076 – Hraunbrekkur 7, lnr.201442 – byggingarleyfi, viðbygging
14.13 1706080 – Heggstaðir III/Ásakot lnr. 225075 – byggingarleyfi, sumarhús
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00