51-Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 7. júní 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður, Þór Þorsteinsson varaformaður, Gísli Karel Halldórsson, sviðsstjóri, Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri, Gunnar S. Ragnarsson byggingfulltrúi og Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir verkfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði.

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 51

 

1.   Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – endurskoðun – 1706012
Vegna samfélagsbreytinga og endurtekinna vandkvæða sem hefur komið í ljós við núverandi aðalskipulag leggur Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði undirbúningur á endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar . Nefndin leggur til að skipaður verði starfshópur til að koma málinu af stað.
 
2.   Flatahverfi Hvanneyri deiliskipulag – 1703032
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir Flatahverfi á Hvanneyri til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinagerð dags. 26 maí 2017 og felur í sér nýtt deiliskipulag fyrir íbúasvæði og leikskóla í Flatahverfi á Hvanneyri. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri ákvörðun vísað til sveitarstjórnar.
 
3.   LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi – 1612005
Athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu dags. 2. mars 2017 á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6 á Varmalandi var til 28. apríl 2017. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags.2. mars 2017 og felur í sér að á Varmalandi verður skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á 6.404 fermetra reit sem nær til lóðar gamla Húsmæðraskólans. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
4.   LAVA-hótel Varmalandi – breyting á deiliskipulagi – 1703045
Athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu breytingu á deiliskipulagi fyrir Varmaland sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 16. mars 2017 var til 12. maí 2017. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi fyrir Varmaland. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 16. mars 2017 og felur í sér stækkun skipulagssvæðisins úr 2,1 hektara fyrir breytingar í 3,2 hektara eftir breytingar. Markmið breytingartillögu er að tryggja atvinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu á lóð gamla Húsmæðraskólans. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
5.   Into the glacier ehf – breyting á aðalskipulagi – 1703021
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 01.06.2017 og felur í sér að landnotkun verður breytt úr frístundabyggð í verslun og þjónustu á reit sem í gildandi skipulagi er merktur F128. Einnig er unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Málsmeðferð verði samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
6.   Into the glacier ehf. – nýtt deiliskipulag – 1705199
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 01.06.2017 og nær yfir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3 við Kaldadalsveg. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveítarstjórnar.
 
7.   Aðal- og deiliskipulagsbreyting – Húsafell 3, – 1706010
Ferðaþjónustan á Húsafelli / Húsafell Resort er að byggja starfsmnnnaíbúðir á og við athafnasvæði í jaðri sumarhúsabyggðar eins og kynnt hefur verið.
Ferðaþjónustan á Húsafelli óskar því hér með leyfi sveitastjórnar Borgarbyggðar að hefja umrædda skipulagsgerð. Landlínur í Borgarnesi munu annast skipulagsvinnu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að heimila Ferðaþjónustunni á Húsafelli að hefja vinnu við breytingar á skipulögum samkvæmt innsendri beiðni. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
8.   Grunnskólinn í Borgarnesi – deiliskipulag – 1604104
Deiliskipulag fyrir Grunnskólann í Borgarnesi var auglýst frá 2. mars 2017 – 13 apríl 2017.
Athugasemd barst frá Byggðasafni Borgarfjarðar er varðar endurskoðun á deiliskipulagstillögunni vegna ákvæða um húsin Gunnlaugsgötu 21 og 21b í Borgarnesi verði rifin eða seld til niðurrifs/flutnings. Í umsögn Minjastofnunar um deiliskipulagið er ekki gerðar athugasemdir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsenda athugasemd Guðrúnar Jónsdóttur forstöðumanns byggðasafns Borgarbyggðar og er eftirfarandi afstaða nefndarinnar til athugasemdarinnar.
Vísað er til bréfs Guðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns byggðasafns Borgarbyggðar í tengslum við auglýsta deiliskipulagstillögu dags. 16.01.2017 fyrir lóð grunnskólans og nágrenni.
Í deiliskipulagi grunnskólans í Borgarnesi kemur fram að lóðir Gunnlaugsgötu 21 og 21b verði sameinaðar lóð Grunnskólans og mögulega þurfi húsin að víkja fyrir stækkun grunnskólans í framtíðinni.
Í bréfinu hvetur Guðrún til varðveislu húsanna og fer fram á að tillagan verði endurskoðuð hvað varðar örlög þessara húsa. Byggingarár húsanna er 1929 og 1936 og því eru húsin utan friðlýstra aldursmarka. Auk þess er aðgengi að húsunum í gegnum lóð grunnskólans og því erfitt að nýta þau sem íbúðarhúsnæði þess vegna. Er ætlunin að selja húsið að Gunnlaugsgötu 21b til flutnings (Veggjahúsið svokallaða) og að því verði fundinn annar staður til frambúðar. Sveitarfélagið hyggst stuðla að því að húsið verði reist á nýjum stað í upprunalegri mynd ef þess er nokkur kostur og tryggja þannig að saga þess og menningararfur haldist. Varðandi húsið að Gunnlaugsgötu 21 (svokallað dýralæknahús), þá liggur fyrir að það er orðið lélegt sem íbúðarhúsnæði og hentar því ekki fyrir starfsemi grunnskólans, enda hefur skólinn ekki haft þar reglulega starfsemi árum saman og lítil not verið af húsinu nema til fundarhalda.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerði eftirlitsúttekt á húsinu árið 2007 og með bréfi dags. 15. apríl 2007 var gerð frekari grein fyrir ástandi hússins, sem þótti vera slæmt. Það er því mat sveitarfélagsins að ekki svari kostnaði að gera húsið upp.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði þ3. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 16. janúar 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi, og lóðanna Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu 17. Lóð grunnskólans stækkar með sameiningu við lóðir sem áður voru Gunnlaugsgata 21 og 21b. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
9.   Endurskoðun deiliskipulags Bjargsland II svæði 1. – 1510102
Einar Ingimarsson arkitekt kemur á fundinn og kynnir stöðu mála.
 
Gestir
Einar Ingimarsson – 09:00
Einar Ingimarsson kynnti stöðu við vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi Bjargslandi II svæði 2. Einari Ingimarssyni og Gísla Karel Halldórssyni falið að vinna málið nánar fyrir næsta fund nefndarinnar.
 
10.   Kveldúlfsgata 29 – breyting aðalskipulags – 1705160
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Lýsing. Nýtingarhlutfall götureits á íbúðarsvæði Í5 í Borgarnesi, Kveldúlfsgata 29.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – Lýsing – Nýtingarhlutfall götureits á íbúðarsvæði Í5 í Borgarnesi, Kveldúlfsgata 29 til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dags 23.05.2017 og tekur til breytingar á nýtingarhlutfalli fyrir götureit innan íbúðarsvæði Í5, Kveldúlfsgata. Nýtingarhlutfall götureits hækkar úr 0,5 í 1,0. Tillagan verði auglýst í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að haldinn verði íbúafundur um málið á sumarmánuðum 2017. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
11.   Húsafell 1 – byggingarleyfi, stækkun – 1607015
Landnr: 176081
Umsækjandi: Sæmundur Ásgeirsson, kt:120250-6719.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóðinni Húsafell 1, samkv. uppdráttum frá VHÁ verkfræðistofan ehf. kt:560600-3050, dags: 00.01.2016.
Stærðir: 52,0 m2 og 235,0 m3.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kt:301255-4629.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta grenndarkynna stækkun á sumarhúsi á lóðinni Húsafell 1, landr. 176081 fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til aðliggjandi lóða: Húsafellskirkju, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
12.   Húsafell 1 – byggingarleyfi, frístundahús – 1607014
Landnr: 176081
Umsækjandi: Ásgeir Sæmundsson, kt:071070-5579.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhús á lóðinni Húsafell 1, samkv. uppdráttum frá VHÁ verkfræðistofan ehf. kt:560600-3050, dags: 12.03.2016.
Stærðir: 112,5 m2 og 350,238 m3.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kt:301255-4629.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta grenndarkynna byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóðinni Húsafell 1 landr. 176081 fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til aðliggjandi lóða: Húsafellskirkju, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
13.   Umhverfisskaði í Andakílsá – 1705141
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd harmar þau vinnubrögð sem við voru höfð við opnun botnloka á Andakílsárvirkjun í maí sl og leggur áherslu á farið verði eftir ábendingum fagaðila við að endurheimta lífríki í ánni. Nefndin hvetur til þess að ekki verði farið í einhverjar framkvæmdir í óðagoti.
 
14.   Malarnámur – framkvæmdaleyfi, umsókn – 1705027
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og vinnslu á malarefni úr eftirtöldum 3 námum í Borgarbyggð.
Námuheiti: Magn:
Fróðastaðir 3.000 m3
Vestan Hítarár 3.000 m3
Austan við Heydalsveg 3.000 m3
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og vinnslu á malarefni úr eftirtöldum 3 námum í Borgarbyggð.
Fróðastaðir 3.000 m3
Vestan Hítarár 3.000 m3
Austan við Heydalsveg 3.000 m3
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í þremur námum þegar búið verður að fá öll tilskilin leyfi og gögn liggja fyrir. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
15.   Urðarfellsvirkjun lnr. 134495 – framkvæmdaleyfi, umsókn – 1705200
Ferðaþjónustan á Húsafelli óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á inntaksmannvirki og lagningu fallpípu Urðarfellsvirkjunar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Ferðaþjónustunni á Húsafelli framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á inntaksmannirkjum og langningu fallpípu Urðarfellsvirkjunar miðað við að öll tilskilin leyfi liggja fyrir og gildandi deiliskipulag frá árinu 2014. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
16.   Umsókn um leyfi til að mála vegg í Borgarnesi – 1706011
Stúdio Kleina hefur óskað eftir leyfi til að mála listaverk á vegg Áhaldahúss Borgarbyggðar út í Brákarey. Þessir aðilar stóðu að nýgerðum breytingum á veggnum Flatus lifir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að leyfa Stúdío Kleinu að mála verk á vegg áhaldahússins. Til greina kemur einnig að mála verk á vegg við göngustíg við Suðurneskletta. Verkin verði unnin í samráði við Hrafnhildi Tryggvadóttur, verkefnastjóra hjá Borgarbyggð.
 
17.   Svarið – Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðafólk – 1705195
Halldór Pálsson og Gunnar Skaptason kynna nýja lausn fyrir fjölsótta ferðamannastaði frá Svarinu ehf.
 
Gestir
Halldór Pálsson – 10:00
Gunnar Skaptason – 10:00
Halldór Pálsson og Gunnar Skaptson frá Svarinu ehf. kynntu ómannaðar þjónustumiðstöðvar þar sem er gert ráð fyrir salernum, sjálfsölum og upplýsingum fyrir ferðamenn. Nefndin þakkar fyrir áhugaverða kynningu.
 
18.   Verndun bæjarlandslags í Borgarnesi – 1705006
Byggðarráð sendir erindið til umfjöllunar í Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Guðveig Eyglóardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd þakkar bréfriturum fyrir ábendinguna og visar því til umfjöllunnar við vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar.
 
19.   Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði – 1401099
Byggðarráð vísaði niðurstöðum skýrslunnar til efnislegrar umfjöllunar hjá Umhverfis- skipulags- og landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd þakkar góða vinnu við gerð stefnu varðandi fjölfarna ferðamannastaði. Nefndin leggur til að farið verði yfir þær tillögur til úrbóta sem snúa að verkefnum nefndarinnar og felur Hrafnhildi Tryggvadóttur verkefnastjóra að leggja fram minnisblað með kostnaðamati um hvenig hægt er að vinna að þeim. Einnig leggur nefndin til að stefnan verði fléttuð saman við vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar.
 
20.   Umhverfisviðurkenningar 2017 – 1705157
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega. Auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd ákveður, að teknu tilliti til tilnefninga, hverjir hljóta viðurkenningu í hverjum flokki.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefndinum til umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar árið 2017 í eftirfarandi flokkum:
1. Snyrtilegasta bændabýlið
2. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús
3. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði
4. Sérstök viðurkenning vegna umhverfismála
Tekið verði á móti tilnefningum til 15. ágúst 2017 í Ráðhúsi Borgarbyggðar og á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
 
21.   Minkaveiðar í Norðurá – erindi – 1704170
Erindi Vasks á Bakka dags. 2. apríl 2017 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið greiði verðlaun fyrir alla minka sem veiðast í minkasíur á veiðisvæði Norðurár á árunum 2017 og 2018. Byggðarráð vísaði erindinu til umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að erindinu verði hafnað þar sem sveitarfélagið hefur þegar gert samning við aðra veiðimenn á svæðunum.
 
22.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 133 – 1705008F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslur 133. fundar byggingarfulltrúa.
22.1 1705013 – Laxárholt 2, lnr.136017 – byggingarleyfi, fjósstækkun
 
22.2 1705060 – Refsstaðir lnr.134510 – byggingarleyfi, breyting
 
22.3 1705059 – Geitland v. Langjökul lnr. 172945 – Stöðuleyfi, bogahýsi
 
22.4 1705112 – Engjavegur 5, lnr. 203055 – byggingarleyfi, reiðskemma
 
22.5 1705113 – Hrísnes, lnr. 220322 – byggingarleyfi, hesthús
 
22.6 1705114 – Húsafell 3, lnr. 134495 – byggingarleyfi, starfsmannaíbúðir
 
22.7 1704211 – Hvítárskógur 11 lnr. 195327 – byggingarleyfi, frístundahús
 
22.8 1704212 – Hvítárskógur 13 lnr. 195329 – byggingarleyfi, frístundahús
 
22.9 1704222 – Brekkukot lnr. 134386 – byggingarleyfi, breyting
 
22.10 1607014 – Húsafell 1 – byggingarleyfi, frístundahús
 
22.11 1607015 – Húsafell 1 – byggingarleyfi, stækkun
 
 
23.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 134 – 1705017F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 134. fundar byggingarfulltrúa.
23.1 1705137 – Skógavegur 2, lnr.187686 – byggingarleyfi, frístundahús
 
23.2 1704222 – Brekkukot lnr. 134386 – byggingarleyfi, breyting
 
23.3 1702144 – Hvítárskógur 12 fnr 233-4597 byggingarleyfi frístundahús og geymsla
 
23.4 1706001 – Borgarbraut 57 – 59 – byggingarleyfi, umsókn
 
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30