50-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 3. maí 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður, Þór Þorsteinsson varaformaður, Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri, Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Sigurður Friðgeir Friðriksson starfsmaður tæknisviðs.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 50

 

Gísli Karel Halldórsson verkfræðingur frá Verkís verkfræðistofu sat einnig fundinn til kl. 8:40
1.   Grunnskólinn í Borgarnesi – deiliskipulag – 1604104
Deiliskipulag fyrir Grunnskólann í Borgarnesi var auglýst frá 2. mars 2017 – 13 apríl 2017.
Athugasemd barst frá Byggðasafni Borgarfjarðar er varðar endurskoðun á deiliskipulagstillögunni vegna ákvæða um húsin Gunnlaugsgötu 21 og 21b í Borgarnesi verði rifin eða seld til niðurrifs/flutnings. Í umsögn Minjastofnunar um deiliskipulagið er ekki gerðar athugasemdir.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir innsenda athugasemd við tillöguna og tekið afstöðu til hennar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði þ3. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 16. janúar 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi, og lóðanna Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu 17. Lóð grunnskólans stækkar með sameiningu við lóðir sem áður voru Gunnlaugsgata 21 og 21b. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
2.   Hrafnaklettur 1b lnr. 212585, breyting á deiliskipulagi – 1703227
Lögð fram tillaga dags. 29 mars 2017 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hrafnaklett 1b lnr 212585.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hrafnaklett 1b lnr. 212585 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 29. mars 2017 og felur í sér breytingu á nýtingarhlutfalli skipulagssvæðisins og skilgreiningu á fyrirhuguðum framkvæmdum. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.   Dalsmynni lnr. 134760 – deiliskipulag, Fagrabrekka 1-3 – 1703088
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Dalsmynni lnr 134760, Fagrabrekka 1 – 3 dags. 1. desember 2010 uppfærður 18. desember 2016.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Dalsmynni lnr.134760 – Fagrabrekka 1-3 til auglýsingar. Tillagan er sett frá á uppdrættti með greinagerð dags.1.12. 2010 uppfærður 18.12.2016 og felur m.a.í sér skilgreiningu á þremur frístundalóðum. Málsmeðferð verði í samræmi við 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.   Into the glacier ehf – breyting á aðalskipulagi – 1703021
Lögð fram tillaga dags. 3. mars 2017 að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar í landi Húsafells 3 lnr. 134495 við Kaldadalsveg – skipulagslýsing. Tekið verður tillit til ábendingar sem barst frá Skipulagsstofnun.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar í landi Húsafells 3 lnr. 134495 við Kaldadalsveg – skipulagslýsingu. Tillagan er sett fram með uppdrætti og greinagerð dags. 3. mars 2017 og felur ma í sér að landnotkun verður breytt í verslunar- og þjónstusvæði á um 13 ha svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar sem frístundabyggð. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.   Flatahverfi Hvanneyri deiliskipulag – 1703032
Gestir
Sigurbjörg Áskelsdóttir – 11:00
Íris Reynisdóttir – 11:00
Sigurbjörg Áskelsdóttir og Íris Reynisdóttir komu á fund nefndarinnar og kynntu fyrir nefndinni tillögu dags. 2. maí 2017 að deiliskipulagi fyrir Flatahverfi Hvanneyri.
Hrafnhildur Tryggvadóttir sat fundinn undir þessum lið.
6.   Sorphirðuútboð 2017 – 1611384
Tilboð í sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð 2017-2022 voru opnuð þriðjudaginn 18. apríl 2017. Alls bárust 5 tilboð í verkið. Lægstbjóðandi var Íslenska Gámafélagið ehf.
Tilboð í sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð 2017-2022 voru opnuð þriðjudaginn 18. apríl 2017. Alls bárust 5 tilboð í verkið. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagsins ehf að upphæð kr. 340.575.200.-
7.   Loftorka ehf., viðræður um lóð – 1703127
Ólafur Sveinsson og Andrés Konráðsson mættu á fund nefndarinnar og fóru yfir málið. Framtíðaráform Loftorku efh er að vera með starfsemina alfarið fyrir norðan Snæfellsnesveg. Þess vegna er fyrirhuguð stækkun á verksmiðjunni þar og óskar Loftorka jafnframt eftir stækkun á lóð á svæði sem í núverandi aðalskipulagi er skráð sem landbúnaðarsvæði.
Gestir
Ólafur Sveinsson – 09:30
Andrés Konráðsson – 09:30
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindi Loftorku ehf. Nefndin vísar til fyrirhugaðrar vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar og gerðar Rammaskipulags fyrir Kárastaðaland.
8.   Starfsmannaíbúðir/gistiheimili í Húsafelli – umsögn, beiðni – 1703151
Lögð fram beiðni frá Húsafell Resort um umsögn vegna starfsmannaíbúða/gistiheimili í Húsafelli. Bergþór Kristleifsson og Ómar Pétursson komu á fund nefndarinnar og fóru yfir málið.
Gestir
Bergþór Kristleifsson – 09:00
Ómar Pétursson – 09:00
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að byggingu starfsmannaíbúða tengdri starfsemi Húsafells Resorts á umræddu athafnasvæði í Húsafelli. Hafin er vinna á vegum landeiganda að breytingu á aðalskipulagi og á deiliskipulagi fyrir svæðið. Nefndin leggur áherslu á að þeirri vinnu verði hraðað.
9.   Reglur um gistingu í Borgarbyggð utan skipulagðra tjaldsvæða – 1607012
Lögð fram drög að breytingu á lögreglusamþykkt Borgarbyggðar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í drög að breytingun á lögreglusamþykkt Borgarbyggðar en telur rétt að skoða vel orðalag um t.d. tjöld og einnig hvort um er að ræða einungis land í eigu sveitarfélagsins Borgarbyggð eða hvort um er að ræða allt landsvæði sveitarfélagsins Borgarbyggðar.
10.   Gámatjald, umsókn um stöðuleyfi – Varmaland lnr.134934 – 1703222
Umsókn Björgunarsveitarinnar Heiðar í Varmalandi um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gámum á lóð Borgarbyggðar í Varmalandi og gámatjald milli þeirra.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma með gámatjaldi á milli á Varmalandi í samræmi við innsend gögn Björgunarsveitarinnar Heiðars. Nefndin leggur til að haft verði samband við Ungmannafélagið vegna nálægðar við íþrottavöllin á Varmalandi.
11.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 131 – 1704005F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 131. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
11.1 1704001 – Geitland lnr. 223760 – Stöðuleyfi, gámar
11.2 1704008 – Múlabyggð 23 lnr. 177803 – byggingarleyfi, stækkun
11.3 1703222 – Gámatjald, umsókn um stöðuleyfi – Varmaland lnr.134934
11.4 1704059 – Dalsmynni, Norðurárdal – uppsetning skiltis, umsókn
11.5 1704058 – Borgarbraut 58-60 – byggingarleyfi, breyting innahúss
12.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 132 – 1704014F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 132. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
12.1 1704112 – Kolsflöt 8 lnr.134713 – byggingarleyfi, gestahús
12.2 1704139 – Hrísmóar 2, lnr. 180223 – byggingarleyfi, sumarhús
12.3 1704141 – Ystumóar 1, lnr. 192324 – byggingarleyfi, sumarhús
12.4 1704142 – Ystumóar 3, lnr. 192325 – byggingarleyfi, sumarhús
12.5 1704140 – Trönubakki 7 lnr. 135233 – byggingarleyfi, stækkun
12.6 1704163 – Vindás 10 lnr.135839 – byggingarleyfi, breyting
12.7 1704162 – Kálfhólabyggð 19 lnr 135136 – byggingarleyfi, gestahús
12.8 1704168 – Steindórsstaðir lnr. 134469 – byggingarleyfi, breyting
12.9 1704188 – Útsýnispallur á Búðakletti – byggingarleyfi

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20