50-Afréttarnefnd Þverárréttar

  1. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar

haldinn  á Sámsstöðum, 14. nóvember 2017

og hófst hann kl. 20:00

 

Fundinn sátu:

Kristján F. Axelsson aðalmaður, Egill J. Kristinsson aðalmaður, Einar G. Örnólfsson aðalmaður og Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Einar Guðmann Örnólfsson

 

Dagskrá:Afréttarnefnd Þverárréttar – 50

 

Kristján bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
1.   Fjárhagur – 1712074
Farið yfir fjárhag og hreyfingalista. Sett spurningarmerki við greiðslu fasteignagjalda og afskriftir þ.e. nefndin óskar eftir útskýringum á þeim liðum Kristjáni falið að inna eftir þeim með heimsókn til Eiríks fjármálastjóra Borgarbyggðar.
Einhverjir reikningar eiga eftir að skila sér.
Kristjáni falið að benda Borgarbyggð á þau býli sem vantar í landverðsskrá.
 
2.   Uppgjör – 1712075
Samþykkt að senda út reikninga fyrir fjallskilagjöldum út frá reiknuðu landverði og fjártölu.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30