49-Afréttarnefnd Þverárréttar

  1. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 24. október 2017 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Kristján F. Axelsson aðalmaður, Egill J. Kristinsson aðalmaður, Einar G. Örnólfsson aðalmaður og Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Einar Guðmann Örnólfsson

Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbyggð sat einnig fundinn.

 

Dagskrá:Afréttarnefnd Þverárréttar – 49

 

Kristján setti fund og bauð alla velkomna.
1.   Kostnaður og innheimta – 1712071
Rætt um fyrirkomulag og ákveðið að halda þeirri prósentu í viðhaldi 50% landverð og 50% fjallskilaskyld fjártala.
Farið fram á að Borgarbyggð setji gjaldaliði greinilega fram á reikningi þ.e.
1. Landverð
2. Matur (þar sem það á við)
3. Fjallskil
Reiknað landverð 78.654.000.- * 2% = 1.573.080.- kr til innheimtu.
50% landverð =786.540.- kr
50% fjártala = 786.540.- kr
 
2.   Akstursdagbók og fundir nefndarinnar – 1712072
Einari Guðmanni falið að ganga frá því fyrir lok árs.
 
3.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1712073
Litið lauslega yfir þá liði sem eru komnir á hreint og rætt um að ýta á eftir þeim sem eiga eftir að skila inn reikningum sem og Borgarbyggð að ljúka því sem henni ber í þessum efnum.
Óskað eftir því að Hrafnhildur sendi nefndarmönnum uppkast í tölvupósti til yfirferðar og athugasemda.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30