48-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 22. mars 2017 og hófst hann kl. 08:30

 

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs, Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður og Þór Þorsteinsson varaformaður.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 48

 

1.   LAVA-hótel Varmalandi – breyting á deiliskipulagi – 1703045
Sigurður Friðgeir Friðriksson var á fundinum við afgreiðslu málsins. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Varmalandi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi fyrir Varmaland til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 16. mars 2017 og felur í sér stækkun skipulagssvæðisins úr 2,1 hektara fyrir breytingar í 3,2 hektara eftir breytingar. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni verður skilgreiningu lóðar Húsmæðraskólans breytt í verslun-og þjónustulóð í aðalskipulagi. Markmið breytingartillögu er að tryggja atvinnu-uppbyggingu í ferðaþjónustu á lóð gamla Húsmæðraskólans. Haldinn verður íbúafundur um málið. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:50