47-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 8. mars 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs, Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður og Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 47

 

1.   Grímsstaðir- breyting á aðalskipulagi – 1703017
Borgarbyggð kt. 510694-2289 sækir um leyfi til breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Grímsstaða fyrir sorpmeðhöndlunarsvæði. Nú þegar er opið gámasvæði á staðnum en fyrirhugað er að starfrækja þar móttökustöð fyrir úrgang í samræmi við skýrslu vinnuhóps um skipulag sorphirðu.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að ganga frá skriflegum samningi við landeiganda vegna lóðar undir gámastöð. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Borgarbyggð láti vinna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 í landi Grímsstaða fyrir sorpmeðhöndlunarsvæði. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
2.   Digranesgata 4 – breyting á deiliskipulagi – 1611373
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi þann 8. desember 2016 að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Digranesgötu 4 í Borgarnesi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Digranesgötu 4. Málsmeðferð var samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Skipulagið er unnið af Batteríið – Arkitektar dags. 25.11.2016 og felur m.a. í sér fjölgun innkeyrslna frá Digranesgötu úr einni í tvær og að byggingarreitur á suðurhluta lóðar er stækkaður til austurs. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.   Fitjar 2 – lóð – 1702085
Björgunarsveitin Brák kt 570177-0369 óskar eftir viðræðum um úthugun byggingalóðar að Fitjum 2 við Ólafsvíkurveg, vegna bygginga áforma. Byggðarráð vísaði erindinu til umfjöllunar Umhverfis-, skipulag- og landbúnaðarnefndar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin felur Umhverfis- og skipulassviði til að fara í viðræður við björgunarsveitina Brák um úthlutun lóðar fyrir björgunarsveitarhúsnæði. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir einnig að láta fara af stað vinnu við að deliskipuleggja þetta svæði, Fitjar 2.
4.   LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi – 1612005
Lögð fram tillaga að breytingu dags. 2. mars 2017 á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6 á Varmalandi.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6 til auglýsingar. Tillagan er sett fram í á uppdrætti dags.2 mars 2017 og felur í sér að á Varmalandi verður skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á 6.404 fermetra reit sem nær til lóðar gamla Húsmæðraskólans. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. málsgrein 31. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.   Into the glacier ehf – breyting á aðalskipulagi – 1703021
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Lýsing – breyting á landnotkun í landi Húsafells II og Húsafells III.
Umhverfis- , skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa Lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 í landi Húsafells II og Húsafells III breyting á landnotkun Húsafelli II og III. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinagerð dags. 17. febrúar 2017 og felur m. a. í sér að að landnotkun verður breytt í verslun-og þjónustusvæði á um 13 hektara svæði sem skilgreint er í gildandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar sem frístundabyggð nr. F128 í landi Húsafells II og III. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði þjónusta við ferðamenn sem fara í ísgöngin á Langjökli, ásamt því að þjónusta frístundabyggðina á nærliggjandi svæðum í framtíðinni. Tillagan verði auglýst í samræmi við 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
6.   Flatahverfi Hvanneyri deiliskipulag – 1703032
Lagt fram til kynningar drög sem eru í vinnslu að deiliskipulagi fyrir Flatahverfi á Hvanneyri dags. 6. mars 2017.
Sigurbjörg Áskelsdóttir og Íris Reynisdóttir sátu fundinn undir þessum lið og kynntu tillögu að deiliskipulagi fyrir Flatahverfi Hvanneyri. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að skipulagið verði tilbúið sem fyrst.
7.   Stækkun lóðar f. Borgarverk ehf. Sólbakka – umsókn – 1703036
Framlögð umsókn Vók ehf kt 431006-1890 um stækkun lóðar Borgarverks við Sólbakka.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið. Umhverfis- og skipulagssviði falið að mæla út stækkun á lóð í kringum Sólbakka 17. Einnig þarf að deiliskipuleggja svæðið. Færa þarf reiðveg vegna lóðarstækkunar. Einnig skerðist tún sem frístundabændur hafa haft til afnota. Lagt til að fundað verði með hestamönnum og frístundabændum vegna þessa.
8.   LAVA-hótel Varmalandi – deiliskipulag – 1703045
Formaður leitaði afbrigða frá áður auglýstri dagskrá til að taka fyrir mál 1703045 Lava-hótel Varmaland – breyting á deiliskipulagi. Samþykkt samhljóða.

Lagt fram breyting á deiliskipulag fyrir Varmaland af LAVA-hótel Varmalandi dags. 23. 1. 2017.

Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulag fyrir Varmaland til auglýsingar með fyrirvara um að texti í deliskipulagi verði aðlagaður texta aðalskipulags. Tillagan er sett fram á uppdrætti M2 Teiknistofu ehf dags. 23.1.2017. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
9.   Hvítárskógur 12 fnr 233-4597 byggingarleyfi frístundahús og geymsla – 1702144
Vísað til afgreiðslu til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar vegna grenndarkynningar.
Jón Diðrik Jónsson sækir um byggingarleyfi til að byggja frístundahús og geymslu á lóðinni Hvítárskógur 12 í Húsafelli. Mænishæð húss fer 120 cm út fyrir uppfyrir þá skilma Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, Hvítárskógum 5,7, 9 og 10.
10.   Umsókn um breytta notkun á húsnæði að Egilsgötu 6. – 1703022
Egils Guesthouse ehf sækir um leyfi fyrir breytta notkun fyrir húsið að Egilsgötu 6.
Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar,
11.   Víðines 9 lnr. 211111 – byggingarleyfi, frístundahús – 1703004
Krosshólmi ehf sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús á lóðinni Víðinesi 9.
Krosshólmi ehf sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi og gestahúsi á lóðinni Víðinesi 9. Mænishæð húss fer 75 cm umfram þá skilmála sem gildir fyrir svæðið. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að láta grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum Víðines nr. 6, 7 og 8.
12.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 128 – 1702007F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 128. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
12.1 1701306 – Sólbakki 17 fnr – umsókn um stöðuleyfi fyrir Vogarhús fastanr. 211-1191, mhl. 04
 

 

12.2 1702016 – Skúlagata 17 fnr. 135789 – byggingarleyfi, breyting
 

 

12.3 1701055 – Múlakotshjáleiga fnr 236-0283 – byggingarleyfi, einbýlishús.
 

 

12.4 1701085 – Þorsteinsgata 1-3, fnr. 211-1840 – byggingarleyfi, breyting inni.
 

 

12.5 1701099 – Digranesgata 4 fnr 233-5537 – umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn
 

 

12.6 1701272 – Birkilundur 17 fnr 233-4501 – byggingarleyfi, frístundahús
 

 

12.7 1701255 – Þórólfsgata 12a bílskúr fnr. 211-1820, byggingarleyfi, niðurrif
 

 

12.8 1609025 – Þursstaðir 1, 211-0678 – byggingarleyfi, smáhýsi
 

 

12.9 1605035 – Birkilundur 18 – byggingarleyfi, stækkun frístundahúss
 

 

12.10 1612108 – Fauskás 3 – fnr.205405 – byggingarleyfi, sumarhús
 

 

12.11 1612277 – Skarð 1 lnr.134363 – byggingarleyfi, skemma
 

 

13.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 129 – 1703003F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 129. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
13.1 1702143 – Birkirjóður 4 fnr 224-0593 byggingarleyfi stækkun
 

 

13.2 1702144 – Hvítárskógur 12 fnr 233-4597 byggingarleyfi frístundahús og geymsla
 

 

13.3 1702145 – Hægindi fnr. 210-7582 byggingarleyfi hesthús
 

 

13.4 1702146 – Hraunsnef fnr 210-9158 byggingarleyfi sumarhús
 

 

13.5 1703022 – Umsókn um breytta notkun á húsnæði að Egilsgötu 6
 

 

13.6 1703002 – Húsafell 1 lnr.176081 – byggingarleyfi, gistihús
 

 

13.7 1703004 – Víðines 9 lnr. 211111 – byggingarleyfi, frístundahús
 

 

13.8 1703003 – Lundur Þverárhlíð lnr. 134741 – byggingarleyfi, viðbygging
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30