45-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 1. febrúar 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs, Björk Jóhannsdóttir aðalmaður og Þór Þorsteinsson varaformaður.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 45

 

1.   Grunnskólinn í Borgarnesi – breyting á aðalskipulagi 2010-2022 – 1701180
Lögð fram tillaga dags 31.janúar 2017 að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breytingin tekur til svæðis fyrir þjónustustofnanir Þ3(Gunnlaugsgata 13,17,21 og 21b) og aðliggjandi svæði fyrir íbúðarbyggð (Brattagata, Skúlagata, Egilsgata, Helgugata og Gunnlaugsgata).
 
Gestir
Sigurður Friðgeir Friðriksson – 09:00
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til svæðis fyrir þjónustustofnanir Þ3(Gunnlaugsgata 13,17,21 og 21b) og aðliggjandi svæði fyrir íbúðarbyggð (Brattagata, Skúlagata, Egilsgata, Helgugata og Gunnlaugsgata). Á skipulagsupprætti stækkar svæði fyrir þjónustustofnanir Þ3 úr 14.841 ferm í 15.350 ferm og íbúðarsvæði minnkar úr 43.050 fem í 42.934 ferm.
Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 31. janúar 2017 í mkv. 1:10.000. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir íbúum Gunnlaugsgötu 9-20 og Helgugötu 11 og 13. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
2.   Grunnskólinn í Borgarnesi – deiliskipulag – 1604104
Lögð fram tillaga dags. 16. janúar 2017 að deiliskipulagi fyrir Borgarbyggð skólasvæði (Þ3) Borgarnesi. Deiliskipulagið nær yfir svæði sem er auðkennt þ3 í aðalskipulagi, svæði fyrir þjónustustofnanir, skólalóð.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði (þ3) til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 16. janúar 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi, og lóðanna Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu 17. Lóð grunnskólans stækkar með sameiningu við lóðir sem áður voru Gunnlaugsgata 21 og 21a. Nefndin leggur til að haldinn verði íbúafundur til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir.
Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
 
3.   Borun eftir köldu vatni, Steindórsstaðir – framkvæmdaleyfi, SS04 – 1701132
Veitur ohf, kt 501213-1870 sækja um með bréfi dags. 12. janúar 2017 um leyfi til að bora nýja vinnsluholu SS04 á brunnsvæði vatnsbóls Veitna í landi Steindórsstaða. Ný vinnsluhola er staðsett innan nýtingarsvæðis OR í samræmi við Leyfi Orkustofnunar dags. 12. janúar 2017 fyrir nýjum staðarmörkum nýtingarleyfis á grunnvatni á Steindórsstöðum Borgarfirði.
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Veitum ohf framkvæmdaleyfi til borunar nýrrar vinnsluholu SS04 á brunnsvæði vatnsbóls Veitna í landi Steindórsstaða. Endanlegri áfgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
4.   Sorphirðuútboð 2017 – 1611384
Í framhaldi af því að öllum tilboðum í sameiginlegu útboði Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar um sorphirðu og rekstur gámastöðva 2016 – 2021 var gerður viðaukasamningur við Íslenska gámafélagið um sorphirðu, rekstur móttökustöðva ofl til 1. júní 2017.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að láta bjóða út sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð fyrir árin 2017 – 2022. Einnig samþykkir nefndin að leggja til við sveitarstjórn að gengið sé frá framlengingu á viðaukasamningi við Íslenska gámafélagið um sorphirðu í Borgarbyggð til 1. september 2017.

Hrafnhildur Tryggvadóttir sat á fundinum undir þessum lið.

 
5.   Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 – 1609111
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.janúar 2017 um Miðsvæði M1 og M3, Borgarbraut 55.57 og 59 Borgarnesi þar sem farið er fram á frekari rökstuðningi fyrir breytingunni svo og tillögur að Breytingu á aðalskipulagi vegna Miðsvæðis.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur undir athugasemdir Skipulagsstofnunar og samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði með þeim viðbótum sem ræddar voru á fundinum svo sem að bæta inn götuheitum á kort og einnig auknum rökstuðningi fyrir staðarvali uppbyggingarinnar.
Málsmeðferð verði í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 
6.   Borgarbraut 55 – 59, breyting á deiliskipulaginu frá árinu 2007 – 1609112
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.janúar 2017 um Miðsvæði M1 og M3, Borgarbraut 55.57 og 59 Borgarnesi en í bréfinu voru ábendingar varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarbraut 55 – 59.
Einnig lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgarbraut 55,57 og 59 Borgarnesi dags 30.01.2017.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tekur undir athugasemdir Skipulagsstofnunar og samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 30.01.2017 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Fulltrúi Framsóknarflokksins lýsir megnri óánægju sinni með að ekki sé búið að skipa í samráðshóp um Borgarbyggð 57-59 áður en deiliskipulag þetta er samþykkt og hvetur hann jafnframt til þess að skipað verði í hópinn hið fyrsta.
 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05