45-Afréttarnefnd Þverárréttar

  1. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar

haldinn í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 10. október 2016 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Kristján F. Axelsson aðalmaður, Egill J. Kristinsson aðalmaður, Einar G. Örnólfsson aðalmaður og Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Einar Guðmann Örnólfsson

Dagskrá:

1.   Krókur – afréttarmál – 1509059
 
Gestir
Gunnlaugur Júlíusson, Hrafnhildur Tryggvadóttir –
Gunnlaugur fór yfir málið og reifaði stöðu þess. Gunnar eigandi Króks hefur skýrt málið fyrir sveitarstjóra. Hefðarréttarmálið verður dómtekið í nóvember og þá mun líklega liggja fyrir niðurstaða innan árs. Eigandi hefur leitast eftir að byrja að girða en skynsamlegra þykir að bíða og sjá hvað kemur út úr dómsmálum.
 
2.   Smalanir á Hafþórsstöðum, Skarðshömrum og Sveinatungu – 1611370
Rætt um stöðu málsins og hvernig hægt sé að bregðst við.
Ákveðið að senda eigendum þessara jarða bréf og tjá þeim að verði þeir ekki búni að smala innan ákveðins tíma verði það gert á þeirra kostnað þann 22. október.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15