442-Byggðarráð Borgarbyggðar

 

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar haldinn í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 15. febrúar 2018 og hófst hann kl. 08:15

 

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir varamaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri og Eiríkur Ólafsson.

 

Fundargerð ritaði:  Eiríkur Ólafsson

 

 

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 442

 

1.   Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi – Sauna, minnisblað – 1802008
Framlagt til kynningar minnisblað frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi, dags. 1. febrúar 2018, um að setja upp sánutunnu og kaldan pott á útisvæði íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar en ganga þarf frá pöntun strax svo hægt verði að setja þetta upp fyrir sumarið.
Byggðarráð samþykkti erindið.
 1802008-Minnisblad-til-byggdarads-sauna.pdf
2.   Húsmæðraorlof 2018 – 1802037
Framlagt erindi orlofsnefndar húsmæðra í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu dags. 6. febrúar 2018, varðandi umsókn um greiðslu á árlegu framlagi í orlofssjóð húsmæðra sbr. lög nr. nr. 53/1972.
Byggðarráð samþykkti erindið en bókaði eftirfarandi:
„Byggðarráð skorar á Alþingi að afnema lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972. Lögin eru tímaskekkja og ekki í samræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Í fyrrgreindum lögum um húsmæðraorlof segir í 6. gr. „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Á þeim 45 árum sem liðin eru frá því lögun voru sett hafa átt sér stað miklar breytingar í fjölskyldulífi og forsjá heimila hérlendis. Það hefur breyst að einvörðungu konur veiti heimili forstöðu. Feður annast barnauppeldi og forsjá heimilis oft einir eða til jafns við mæður barnanna. Sú þörf fyrir að veita húsmæðrum sérstakan hvata til að taka sér orlof með fjárframlagi í orlofssjóð húsmæðra er því ekki til lengur. Ekki er annað að sjá en að ýmis ákvæði fyrrgreindra laga megi flokka undir tímaskekkju. Með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum og grundvallarreglum stjórnskipunarinnar er augljóst að slíkum úrræðum verður eingöngu beitt þegar nauðsyn krefur og og þörf er á að rétta hlut kvenna þar sem á hefur hallað. Verður ekki séð að lög um orlof húsmæðra uppfylli þetta skilyrði enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008 og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar. Í lögum um jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008 segir svo í fyrstu málsgrein: „Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.“
3.   Vinnuhópur um safna – og menningarmál – lokaskýrsla – 1802061
Lokaskýrsla vinnuhóps um þróun safnastarfs í Borgarbyggð tekin til umræðu. Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður, Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður og Halldór Óli Gunnarsson komu til fundarins. Skýrslan rædd og skipst á skoðunum.

Byggðarráð bókaði eftirfarandi:
„Byggðarráð hvetur til að haldinn verði opinn íbúafundur um efni skýrslunnar þar sem gefst tækifæri til að taka efnislega umræðu um þá framtíðarsýn sem skýrslan byggir á. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við hönnuð Hjálmakletts um útfærslu á framkomnum hugmyndum um aukna notkun.“

4.   Ályktun um nýtingu Hjálmakletts 7.2.2018 – 1802038
Lögð fram til kynningar ályktun starfsmanna Menntaskóla Borgarfjarðar dags. 7. febrúar 2018 sem samþykkt var í kjölfar kynningarfundar um innihald lokaskýrslu vinnuhóps um þróun safnastarfs í Borgarbyggð og hvernig auka skuli starfsemi í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti.

Einnig var lögð fram til kynningar ályktun starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar sem lögð var fram á fundinum.

1802038-alyktun-starfsfolk-mb.pdf
1802038-Bokun_starfsmanna_Safnahuss.pdf
5.   Kauptilboð í land og bragga Kaupfélag Borgfirðinga – 1802063
Framlagt samkomulag milli Borgarbyggðar og Kaupfélags Borgfirðinga um kaup Borgarbyggðar á landspildu í Bjargslandi og tveimur bröggum fyrir ofan Egilsholt 1. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Byggðarráð lýsti ánægu sinni með gert samkomulag sem opnar möguleika á frágangi skipulagsvinnu fyrir íbúabyggð í Bjargslandi og auglýsingu nýrra lóða. Einnig opnar samkomulagið um kaupin fyrir frekari þróun íbúabyggðar á þessu svæði og þjónustulóðir.
Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun verður síðar lögð fyrir sveitarstjórn þar sem kostnaður vegna þessara kaupa verður tekin með.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið og vísar afgreiðslu þess til sveitarstjórnar.
1802063-Gagntilbod-vegna-kaups-a-landi-og-broggum.pdf
6.   Að vestan – innslög N4 – 1802001
Framlagður tölvupóstur frá forstöðumanni N4 þar sem starfsemi N4 er kynnt og hvernig hægt er að nota þætti stöðvarinnar sem kynningarefni fyrir sveitarfélögin og þá aðila sem rætt er við. Einnig fylgdi með yfirlit um 40 þætti með 250 viðmælendum sem stöðin hefur unnið á liðnum árum.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka upp viðræður við stöðina um aðild að þáttagerð hennar með það að markmiði að þeir geti nýst sem best sem kynningarefni fyrir hið fjölþætta mannlíf og öflugu atvinnustarfsemi sem er til staðar innan sveitarfélagsins.
7.   Útköll og verkefni 2017 – yfirlit – 1801012
Framlagt til kynningar yfirlit slökkviliðsstjóra yfir verkefni slökkviliðsins á árinu 2017 ásamt æfingaáætlun fyrir árið 2018.
1801012-Byggdarrad-yfirlit-2017.pdf
8.   Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs – bréf og fundargerð – 1706100
Framlagt bréf SSV, dags. 17. janúar 2018 um skipun fulltrúa Borgarbyggðar í vinnuhóp um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Byggðarráð tilnefndi Hrafnhildi Tryggvadóttur í vinnuhópinn.
9.   Stjórnsýsluskoðun 2017 – skýrsla – 1802065
Framlögð skýrsla KPMG um stjórnsýsluskoðun á sveitarfélaginu vegna ársins 2017. Fram kom að eina atriðið sem ábending er lögð fram um til úrbóta er að endurskoða þarf innkaupareglur sveitarfélagsins.
Byggðarráð leggur áherslu á að innkaupareglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar.
10.   Ferjubakki 2-Miðbær lnr. 135029 – stofnun lóðar, Guðjónstún – 1802020
Framlögð umsókn Þórólfs Sveinssonar, kt. 190949-2659, dags. 4. febrúar 2018 um stofnun lóðar úr landi Ferjubakka 2 – Miðbær lnr. 135029, Guðjónstún. Byggðarráð samþykkti erindið.
11.   Staðarhús lnr. 135082 – stofnun lóða, Efri-Staður og Veturhús. – 1802021
Framlögð umsókn Goðhamars ehf, kt. 620609-0560, dags. 26.1.2018 um stofnun tveggja lóða út úr landi Staðarhúsa lnr. 135082.
Byggðarráð samþykkti erindið.
12.   Aðalfundur 15.3.29018 – 1802057
Lagt fram fundarboð, dags. 9. febrúar 2018, vegna félags- og aðalfundar veiðifélags Gljúfurár, sem haldinn verður á Landnámssetrinu fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 17:00. Byggðarráð tilnefndi Sigurjón Jóhannsson Valbjarnarvöllum til að sitja fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
13.   Vinnuhópur um fjallskilamál – 1802059
Lögð fram drög að erindisbréfi vegna skipunar vinnuhóps sem skal yfirfara stjórnsýslu fjallskilamála í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að í vinnuhópnum sitji 5 aðilar, 3 skipaðir af sveitarstjórn, formaður fjallskilanefndar Borgarbyggðar og 1 skipaður af félagi ungra bænda. Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði verður starfsmaður vinnuhópsins.
Byggðarráð samþykkti erindisbréfið með þessum breytingum.
14.   Samgöngusafnið – framlenging leigutíma – 1801191
Framlagt erindi Fornbílafélags Borgarfjarðar dags. 29. janúar 2018 þar sem farið er fram á viðræður um lengingu leigutíma fyrir húsnæði félagsins í Brákarey.
Byggðarráð lýsti ánægju sinni með þá myndarlegu starfsemi sem fer fram í núverandi húsnæði fornbílafélagsins og fól sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins um erindið.
15.   Fyrirhugaðar framkvæmdir í vegamálum, viðhald og vetrarþjónusta – 1801186
Á fundinn komu Ingvi Árnason svæðisstjóri og Pálmi Þór Sævarsson deildarstjóri frá Vegagerðinni til viðræðna um ýmis mál s.s. lagfæringu á öryggismálum vegna þjóðvegar í gegnum Borgarnes, vegaframkvæmdir á Vesturlandsvegi, vetrarþjónustu í sveitarfélaginu, göngustíga og göngubrýr og vegaframkvæmdir í héraðinu.
16.   Samkomulag við Háskólann á Bifröst – 1802079
Rætt um samkomulag við Háskólann á Bifröst sem gert var árið 2015.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir endurskoðun á samkomulaginu með það að markmiði að skýra ýmsa þætti þess.
17.   Frá nefndasviði Alþingis – 34. mál til umsagnar – 1802064
Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis) frá Allsherjarnefnd Alþingis, 34. mál.
18.   Til umsagnar 9. mál frá nefndasviði Alþingis – 1802024
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál.
19.   Frá nefndasviði Alþingis – 50. mál til umsagnar – 1801189
Alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál.
20.   199. fundur í Safnahúsi – 1801184
Fundargerð 199. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.
21.   Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr 165 – 1802060
Framlögð fundargerð 165. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf dags. 9. febrúar 2018
 1802060-SKMBT_C28018020911440.pdf
22.   Fundargerð 135 fundar stjórnar SSV – 1802027
Framlögð fundargerð 135. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 24. janúar 2018
1802027-135_fundur_stjornar_SSV-fundargerd.pdf
23.   Fundargerð 856. fundar stjórnar sambandsins – 1802025
Framlögð fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 1802025-stjorn_Sambands_islenskra_sveitarfelaga-856.pdf
24.   Fundargerðir ráðningarnefndar 2018 – 1801097
Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 5. febrúar 2018.
1801097-Fundur_5_februar_2018.pdf
25.   Vinnuhópur um safna – og menningarmál. – 1710072
Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um safna – og menningarmál í Borgarbyggð nr. 5, 6, 7, 8 og 9.
 1710072-Safnahopur-fundargerd-9_000123.pdf

1710072-Safnahopur-fundargerd-8_000122.pdf

1710072-Safnahopur-fundargerd-7_000121.pdf

1710072-Safnahopur-fundargerd-6_000120.pdf

1710072-Safnahopur-fundargerd-5_000119.pdf

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15

Geirlaug Jóhannsdóttir, (sign)   Guðveig Eyglóardóttir, (sign)
Jónína Erna Arnardóttir, (sign)   Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, (sign)
Gunnlaugur A. Júlíusson, (sign)   Eiríkur Ólafsson, (sign)