440-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í félagsheimilinu Lyngbrekku, 25. janúar 2018

og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 440

 

1.   Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi – 1503031
Gestir
Pálmi Sævarsson – 08:15
Framlögð útboðsgögn vegna Grunnskólans í Borgarnesi. Pálmi Þór Sævarsson, form. byggingarnefndar GB, mætti til fundarins. Hann útskýrði framlögð gögn ásamt kostnaðarútreikningum. Byggðarráð fagnaði að þessum áfanga skuli náð og samþykkti að senda gögnin til útboðs hjá Ríkiskaupum samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Samþykkt að opnun tilboða fari fram í viku 10.
2.   Fyrirkomulag innri endurskoðunar OR – erindi – 1711091
Framlagt erindi stjórnar OR vegna innri endurskoðunar fyrirtækisins dags. 22. Nóvember 2017. Byggðarráð bókaði eftirfarandi:
„Út frá almennum viðmiðunum um góða stjórnsýslu þá telur byggðarráð Borgarbyggðar sér ekki fært að mæla með því að endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, stærsta eigenda Orkuveitu Reykjavíkur, annist einnig störf endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Miklu máli skiptir í slíkum tilvikum að ekki sé möguleiki á hagsmunaárekstrum og því nauðsynlegt að innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur sé skilin frá innri endurskoðun stærsta eigenda fyrirtækisins þegar til framtíðar sé litið“.
3.   Gufuá lnr. 135047 – tilkynning um skógrækt -, ósk um framkvæmdaleyfi – 1801093
Framlög tilkynning dags. 16. janúar 2018, um skógrækt á jörðinni Gufuá, í Borgarbyggð, lnr. 135047, ásamt umsókn um framkvæmdaleyfi frá landeigendum, Sigríði Ævarsdóttur og Benedikt Líndal. Mælt er með umræddri framkvæmd eftir vettvangsskoðun af fulltrúa Skógræktarinnar, Sæmundi Þorvaldssyni, sbr. skýrslu þar um dags. í janúar 2018. Byggðarráð vísar umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir umræddri skógrækt á jörðinni Gufuá í Borgarbyggð til umfjöllunar hjá umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar.
4.   Umferðaröryggi á Vesturlandsvegi – 1801075
Framlögð áskorun Þróunarfélags Grundartanga, dags. 22. janúar 2018, til samgönguyfirvalda vegna umferðaröryggismála á Kjalarnesi. Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í áskoruninni. Byggðarráð fagnar þeirri miklu samstöðu sem kom fram á íbúafundi sem haldinn var á Akranesi 24. jan. s.l. meðal fundarmanna, sveitarstjórnarmanna og þingmanna kjördæmisins um bætt umferðaröryggi á Vesturlandsvegi. Byggðarráð þakkar bæjarstjórn Akraneskaaupstaðar frumkvæðið að fundi um svo brýnt umferðaröryggismál.
5.   Opið net og eigendastefna vegna Gagnaveitu Reykjavíkur – 1801047
Lagt fram bréf Orra Haukssonar, forstjóra Símans, dags. 5. janúar 2018. Í erindinu er þeirri fyrirspurn beint til eigenda Orkuveitu Reykjavíkur hvort það sé með vitund og vilja eigenda OR að Gagnaveita Reykjavíkur, dótturfyrirtæki OR, hafi skilgreint eigendastefnu sína á þann hátt sem lýst er í bréfi forstjóra Símans.
Byggðarráð Borgarbyggðar bókaði eftirfarandi: „Byggðarráð Borgarbyggðar telur ekki ástæðu til að hafa afskipti af samskiptum Símans og Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, varðandi aðgengi Símans að ljósleiðarakerfi GR. Eðlilegur farvegur slíkra samskipta er á milli stjórnenda/stjórna félaganna tveggja enda lýtur Gagnaveita Reykjavíkur sjálfstæðri stjórn. Efasemdum um að Gagnaveita Reykjavíkur sé sjálfbært félag, njóti forréttinda eða ávinnings eigenda sinna hefur verið eytt. Gagnaveita Reykjavíkur er sjálfstætt fjarskiptafélag sem keppir á samkeppnismarkaði. Byggðarráð Borgarbyggðar telur því engar forsendur fyrir að kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins séu að hafa afskipti af samskiptum fyrirtækja á samkeppnismarkaði sem lúta eftirliti þess til ætlaðra ríkisstofnana.“
6.   Fundur um Vesturlandsveg – 1801100
Framlög tilkynning, dags. 22. Janúar 2018, um almennan fund íbúasamtaka Kjalarness um umferðarmál á Vesturlandsvegi. Fundurinn verður haldinn þann 22. febrúar n.k. í Fólkvangi á Kjalarnesi. Byggðarráð hvetur til að fulltrúar sveitarfélagsins mæti á fundinn.
7.   Breyting á skipan nefnda – 1801102
Breyting á skipan nefnda eftir brotthvarfs Ragnars Frank Kristjánssonar úr sveitarstjórn um sl. áramót. Eftirfarandi var samþykkt:
Varamaður í velferðarnefnd: Rúnar Gíslason
Stjórn Landbúnaðarsafns Íslands: Gunnlaugur A. Júlíusson
Undirbúningsnefnd um breytingar á aðalskipulagi: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Fulltrúi á vorfund SSV: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Varaáheyrnarfulltrúi í stjórn OR: Sigríður Júlía Brynleifsddóttir.
8.   Björgunarsveitin Brák 90 ára – boð – 1801169
Franmlagt boð Björgunarsveitarinnar Brákar í tilefni þess að 90 ár eru frá stofnun Slysavarnarfélags Íslands..
Byggðarráð þakkar boðið og hvetur sveitarstjórnarmenn til að mæta.
9.   Búnaðarfélag Mýramanna – staða og áherslur – 1801099
Fulltrúar Búnaðarfélags Mýramanna komu til fundar og ræddu um ýmis málefni sem brenna á íbúum Mýranna, þeir Sigurjón Helgason , Halldór Gunnlaugsson, Sigfús Helgi Guðjónsson, Hálfdán Helgason og Sigurður Óli Ólason. Þeir lögðu fram á fundinum eftirfarandi áskorun.
„Búnaðarfélag Mýramanna skorar á kjörna fulltrúa í sveitarstjórn að beita sér fyrir því að hraðað verði lagningu 3ja fasa rafmagns á starfssvæði búnaðarfélagsins eins og kostur er.“
Greinargerð: „Miklar kröfur eru gerðar til bænda um hagræðingu og um velferð dýra. 3ja fasa rafmagn veitir meira rekstraröryggi og um leið afhendingaröryggi og búa bændur því við mikla mismunun eftir því hvort þeir séu með 1 fasa eða 3ja fasa rafmagn. Allur nútíma rafbúnaður í landbúnaði er gerður fyrir 3ja fasa rafmagn s.s. mjaltatækni, fóðurkerfi, haughrærur og fleira. Bændur sem hafa 1 fasa rafmagn þurfa að taka á sig auka kostnað til þess aða geta notað þá tækni sem er í boði í dag, t.d. að kaupa tíðnibreyta við rafmótora sem þá endast skemur og oft geta menn ekki nýtt sér þá tækni sem er í boði út af því að menn sitja uppi með 1 fasa rafmagn. Hér er verið að mismuna fólki eftir búsetu“.
Þeir lögðu fram aðra áskorun svohljóðandi: „Búnaðarfélag Mýramanna skorar á kjörna fulltrúa í sveitarstjórn að lækka álögur á íbúa ´starfssvæði búnaðarfélagsins“.
Greinargerð: „Í ljósi þess að allir íbúar sveitarfélagsins búa ekki við sömu grunnstoðir og ekki fyrirsjáanleg breyting þar á, teljum við að þetta hafi mjög hamlandi áhrif á atvinnuuppbyggingu og þróun og skerði samkeppnisstöðu fyrirtækja. Vegir lélegir, fjarskipti í ólestri, ótryggt rafmagn, vatnsmál í ólestri“.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun.
„Byggðarráð Borgarbyggðar, í samstarfi við Búnaðarfélag Mýramanna, samþykkir að leita til Rarik og iðnaðarráðherra um stofnun þróunarverkefnis í þeim tilgangi að flýta framkvæmdum við raforkukerfi á svæðinu. Leitað verði samstarfs við Rarik um mögulega lausn og leiðir. Heimamenn á starfssvæði Búnaðarfélags Mýramanna lýsa sig tilbúna að leggja fram vinnu við undirbúning lagningar – undirbúa framkvæmd og leitast við að lækka þannig kostnað. Unnið verði út frá því að afhenda Rarik fullbyggða línu – til rekstrar og eignar. Borgarbyggð mun fella að þessari þróunarvinnu fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara. Leitað verður til stjórnvalda um stuðning við verkefnið nú þegar“.Byggðarráð þakkaði fyrir góðan og gagnlegan fund.
10.   Umsögn um drög að frumvarpi til lögheimilislaga – 1801101
Framlögð umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til nýrra lögheimilislaga.
11.   Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra. – 1801016
Framlögð fundargerð 2. fundar stýrihóps um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra.

2. fundur stýrihóps

12.   198. fundur í Safnahúsi – 1801082
Fundargerð 198. fundar starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar framlögð.
13.   Stýrihópur um heilsueflandi samfélag – fundargerðir 2018 – 1801086
Framlögð fundargerð 9. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag.

Fundur 18.janúar 2018

14.   Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir – 1611257
Fundargerð byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi frá 17.1.2018 lögð fram.

Fundur haldinn 17

15.   Fundargerðir stjórnar OR nr. 253 og 254 – 1801104
Framlagðar furdargerðir stjórnar OR nr. 253, frá 18.12.2017 og 254 frá 22.12.2017

Undirrituð fundargerð_253_18.12.2017

Undirrituð fundargerð_254_22.12.2017

16.   Fundargerðir ráðningarnefndar 2018 – 1801097
Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar frá 22.1.2018

Fundur 22 janúar 2018

17.   Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017 – 1705124
Fundargerð byggingarnefndar Hnoðrabóls frá 14.12.2017 lögð fram.

Hnoðraból_fundur2_14

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:25