44-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 11. janúar 2017 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs, Björk Jóhannsdóttir varamaður, Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 44 

1.   Refa- og minkaeyðing 2017 – 1701066
Rætt um fyrirkomulag refa-og minkaeyðingar 2017. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að refa-og minkaeyðing verði með sama hætti og fyrri ár. Samningur sveitarfélagsins við Umhverfisstofnun vegna refaveiða gilti til ársloka 2016 og hefur ekki verið endurnýjaður. Því liggur ekki ljóst fyrir hvernig framlagi ríkissjóðs verður háttað á árinu. Lagt er til að greiðslur til veiðimanna hækki um 2,4% í samræmi við verðlagsbreytingar. Kílómetragjald taki mið af auglýsingum ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytis hverju sinni. Verkefnastjóra falið að fylgjast með hvernig málin þróast hjá Umhverfisstofnun og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hafa samband við veiðimenn.
2.   Framkvæmdaleyfi – Brekkunef, efnistaka – 1612096
Vatnafélags Norðurár, kt 561091-2189 sækir um framkvæmdaleyfi dags. 13.12.2016 vegna efnistöku 300-400 rúmmetra af sprengdu grjóti merkt Brekkunef E35 í aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfi fyrir 300-400 rúmmetra efnistöku af sprengdu grjóti úr námunni Brekkunef E35. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.   Steindórsstaðir: Borun eftir köldu vatni, framkvæmdaleyfi – 1701047
Veitur ohf, kt 501213-1870 sækja um með bréfi dags. 4. janúar 2017 um leyfi til að bora nýja vinnsluholu á brunnsvæði vatnsbóls Veitna í landi Steindórsstaða. Ný vinnsluhola er staðsett innan nýtingarsvæðis OR í samræmi við útgefið nýtingarleyfi.
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita Veitum ohf framkvæmdaleyfi til borunar nýrrar vinnsluholu á brunnsvæði vatsbóls Veitna í landi Steindórsstaða. Endanlegri áfgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.   Niðurskógur, Húsafelli – breyting á deiliskipulagsáætlun – 1610243
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III var auglýst frá 17. nóvember 2016 til 29. desember 2016 í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 27. október 2016. Breyting tekur til 3,1 ha spildu austast á skipulagssvæðinu og felur í sér fjölgun byggingarreita um tvo við Brekkuskóg og tilfærslu byggingarreita við Norðurskóga. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.   Deiliskipulag fyrir svæði fyrir frístundabúskap á Hvanneyri – 1606113
Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir frístundabúskap á Hvanneyri var auglýst frá 24. nóvember 2016 til 5. janúar 2017 í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Í umsögn Umhverfisstofnunar frá 2. desember 2016 er bent á að unnið sé að friðlýsingu fyrir nærliggjandi svæði.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir frístundabúskap á Hvanneyri. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 10. ágúst 2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á lóðum og byggingareitum fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Málsmeðferð verði í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
6.   Hvítárskógur 12 – deiliskipulag, breyting – 1610239
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvítárskógur 12 í landi Húsafells III var auglýst frá 17. nóvember 2016 til 29. desember 2016 í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvítárskógum 12 í landi Húsafells III. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 21. október 2016. Breytingin felur ma í sér breytingu á bygginarreit lóðarinnar Hvítárskógar 12, ásamt breytingu á byggingarskilmálum er varða leyfilega hámarksstærð frístundahúss og geymsluhúss. Mænis og vegghæðir breytast ekki. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
7.   Kárastaðaland – stöðuleyfi, gámur – 1612279
Umsækjandi: Morgunroði ehf. kt.580712-0290
Erindi: Dóróthea G. Sigvaldadóttir kt. 280952-4949 sækir um fyrir hönd Morgunroða ehf. stöðuleyfi fyrir gám að Kárastöðum.
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa stöðuleyfi fyrir gám til eins árs.
8.   Hrafnaklettur 1b fnr. 212585 – byggingarleyfi, viðbygging – 1701098
Landno:212585
Umsækjandi: Eilífur Friður Edgarsson kt:030968-2129 og Alicia Gvenero kt:110572-2479.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir gistihúsi að Hrafnakletti 1b.
Vegna gildandi deiliskipulags fyrir lóðina vill Umhverfis-, skipulags – og landbúnaðarnefnd benda umsækjanda á að gera þurfi breytingar á deiliskipulagi viðkomandi lóðar til þess að hægt sé að auka byggingarmagn á lóðinni. Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
9.   LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi – 1612005
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu málsins. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar og einnig nýtt deiliskipulag. Mikilvægt er að Umhverfis-, skipulags og landbúnaðarnefnd fái þessar skipulagsbreytingar sem fyrst til afgreiðslu.
10.   Önnur mál Umsjónarnefndar Einkunna – 1512033
Máli vísað til nefndar af sveitarstjórn 8.12.2016.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að Umsjónarnefnd Fólkvangsins Einkunna verði lögð niður í núverandi mynd. Þrír fulltrúar USL-nefndar verði tilnefndir sem ábyrgðaraðilar. Núverandi umsjónarnefnd hefur lagt fram verkefnalista sem verður fylgt áfram og leitað verður eftir samstarfi við félög sem eru á svæðinu.
11.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 127 – 1701005F
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 127. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
11.1 1611385 – Stöðuleyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu
11.2 1611296 – Brákarbraut 1, fnr.2111163 – byggingarleyfi, breyting
11.3 1612279 – Kárastaðaland – stöðuleyfi, gámur
11.4 1701098 – Hrafnaklettur 1b fnr. 212585 – byggingarleyfi, viðbygging
11.5 1612005 – LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30