44-Afréttarnefnd Þverárréttar

  1. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar

haldinn  í Bakkakoti, 22. ágúst 2016

og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:

Kristján F. Axelsson aðalmaður, Egill J. Kristinsson aðalmaður, Einar G. Örnólfsson aðalmaður og Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Einar Guðmann Örnólfsson

Dagskrá:Afréttarnefnd Þverárréttar – 44

1.   Fréttir af fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 1410100
Kristján setti fund og fór í framhaldinu yfir fundargerð fjallskilanefndar borgarbyggðar og þar sérstaklega yfir málefni Lunddælinga varðandi flýtingu rétta í haust.
Ákveðið var að safna fjártölum og hverri afréttarnefnd falið að verðleggja dagsverk út frá eigin höfði.
 
2.   Álagning fjallskila 2016 – 1611366
Rætt var um að leggja þriðju leit á aftur líkt og hún var áður. Enn og aftur ber á góma ágangsfé sem er ekki á afrétti. Raunar er bændum ekki skylt að fara með fé í afrétt en engu að síður eiga þeir þá að hafa það í afgirtu landi.
Eftir léttar umræður er afráðið að leggja þriðju leit á aftur eins og var en þó einungis 6 menn til Þverhlíðinga og 6 til Tungnamanna.
Nú er ráðist í niðurröðun fjallskila.
Fjallskilum er jafnað niður á 9979 kindur og fjallskilakostnaður alls er 3,921,747 krónur og því er kostnaður á kind 393 krónur.
Lokið var við niðurjöfnun hún stemmd af og gerð klár til dreifingar fyrir Borgarbyggð.
Nánari útlistun fjallskila má sjá á útsendum fjallskilaseðlum.
Fjallskilagjöld verða innheimt af Borgarbyggð með gjalddaga 1. Nóvember og eindaga 20. Nóvember.
 
3.   Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar. – 1310090
Lítillega rætt um skipan dilka og hvort ekki megi eitthvað hliðra til svo allir hafi gott pláss. Eins rætt um nauðsyn þess að huga að viðhaldi á Þvárrétt.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00