435-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 30. nóvember 2017 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi, Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri og Eiríkur Ólafsson.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 435

 

1.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Gestir
Eiríkur Ólafsson – 08:15
Undirbúningur fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Eiríkur Ólafsson sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs mætti til fundarins. Hann skýrði framlögð gögn og þær breytingar sem hafa verið gerðar á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar frá fyrri umræðu. Áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sýna fram á hækkað framlag frá fyrri umræðu um fjárhagsáætlun en á móti kemur nokkur útgjaldaaukning og vega áhrif komandi kjarasamninga þar einna þyngst. Einnig var lögð fram áætlun frá lífeyrissjóðnum Brú um líklega hækkun lífeyrisskuldbindinga vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóði. Þar eru líkur á verulegri hækkun útgjalda eins og fyrirsjáanlegt var vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Unnið verður áfram að endanlegum frágangi fjárhagsáætlunar sem tekin verður til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember n.k. Samþykkt að setja endurnýjun á gerfigrasi sparkvallar við Grunnskólann í Borgarnesi inn á viðhaldsáætlun að upphæð 15 millj.
2.   Þátttaka Borgarbyggðar í Hugheimum – áframhald ? – 1703049
Hugheimar. Rætt um áframhaldandi þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu. Sveitarstjóri skýrði stöðu verkefnisins samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur aflað. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
3.   Minnisblað vegna fundar með GE – 1711068
Framlagt minnisblað sveitarstjóra af fundi með kaupfélagsstjóra KB um hugsanleg kaup Borgarbyggðar á landi í eigu KB. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs frá sama fundi. Byggðarráð ræddi stöðuna og fól sveitarstjóra að vinna málið áfram samkvæmt fyrirliggjandi forsendum.
4.   Stuðningur við Snorraverkefnið 2018 – 1711105
Framlögð beiðni The Snorri Program, dags. 20. nóvember 2017, um stuðning vegna Snorraverkefnis 2018. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

The Snorri Program

5.   Ísland ljóstengt 2018 – umsóknarferli – 1710062
Framlögð niðurstaða umsókna til Fjarskiptasjóðs um styrki til lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð sem kynnt var á heimasíðu sjóðsins þann 24. nóvember sl. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/11/24/Nidurstada-opnunar-styrkbeidna-fyrir-Island-ljostengt-2018/ Alls fær Borgarbyggð styrki til að tengja 66 tengistaði í þetta sinn. Alls er styrkfjárhæðin 33.151.000 krónur. Borgarbyggð samþykkti að taka við fyrrgreindum styrk til lagningu ljósleiðara um héraðið á næsta ári og fól sveitarstjóra að koma tilkynningu þess efnis til Fjarskiptasjóðs.
Á árinu 2018 eru því til ráðstöfunar 148 millj. að óbreyttu til ljósleiðaraverkefnis.
6.   Syðri-Hraundalur 2 – stofnun lögbýlis, beiðni um umsögn – 1711090
Framlögð umsókn eigenda Syðri-Hraundals um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis á jörðinni.
7. Framlögð umsókn eigenda Syðri-Hraundals, Halldór Lárusson f.h. Sjálfstætt fólk ehf, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, dags. 22. nóvember 2017, um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis á jörðinni. Með fylgir umsögn starfsmanns Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 21.nóvember 2017. Byggðarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn.
7.   Múlakot, lnr. 134351 – stofnun lóða, Múli og Kot – 1711092
Framlögð umsókn S8 ehf, dags. 27. september. 2017. um stofnun tveggja lóða, Múli og Kot, í landi Múlakots lnr. 134351. Byggðarráð samþykkti erindið.
8.   Hofsstaðir lnr. 135931 – stofnun lóðar, umsókn – 1711042
Framlögð beiðni eigenda Hofsstaða, Helga Einars Harðarsonar, kt. 120373-5019 og Sigurbjargar Ásgeirsdóttur, kt. 060750-4249., lnr. 135931, um stofnun lóðar úr landinu, Hofstaðir 1. Byggðarráð samþykkti erindið.
9.   Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands – kynning – 1706053
Lokaskýrsla Umhverfis – og auðlindaráðuneytis um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands lögð fram. Skýrslan liggur frammi á vef umhverfisráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/11/08/Lokaskyrsla-um-forsendur-fyrir-stofnun-thjodgards-a-midhalendi-Islands-afhent-radherra/ Byggðarráð ræddi skýrsluna en frestaði afgreiðslu. Sveitarstjóra falið að undirbúa bókun fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
10.   Hlíðartúnshúsin – 1711117
Framlagt til kynningar erindi frá forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar, dags. 28. nóvember 2017, varðandi viðhald Hlíðartúnshúsanna. Nú er unnið að endurbyggingu hlöðunnar fyrir styrkfé frá Minjastofnun. Byggðarráð þakkar forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar ötula vinnu að þessu málefni. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 500.000.- á næsta ári og væntir áframhaldandi stuðning Minjastofnunar.

Ágrip af sögu Hlíðartúnshúsa

11.   Innri málefni sveitarfélagsins – 1711118
Innri mál sveitarfélagsins. Byggðarráð ræddi stöðu mála varðandi ráðningu sviðsstjóra fyrir umhverfis- og skipulagssvið. Sveitarstjóri sagði frá umsóknarferlinu og þeim viðtölum sem fram hafa farið. Alls sóttu átta umsækjendur um stöðuna. Ráðgjafi frá ráðgjafarstofunni Intellecta stýrði viðtölum við þá tvo sem metnir voru hæfastir. Á grundvelli niðurstöðu viðtala og mats ráðgjafa Intellecta var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Ragnar Frank Kristjánsson lektor við Umhverfis – og auðlindadeild LBHÍ.
Ragnar Frank vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Einnig voru rædd innri skipulagsmál.
12.   Vinnuhópur um safna – og menningarmál. – 1710072
Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um framtíðarskipan safna nr. 1- 4

Fundur 1

Fundur 2

Fundur 3

Fundur 4

13.   Fundargerðir ráðningarnefndar 2017 – 1705045
Framlögð fundargerð ráðningarnefndar frá 27.11.2017.

Fundur 27 nóvember 2017

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50