430-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 19. október 2017 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 430

 

1.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Ýmis vinnugögn vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2018 framlögð.
Gestir
Eiríkur Ólafsson – 08:15
Fjárheimildir fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2021. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram ýmis vinnugögn vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
2.   Stefna v. Borgarbraut 57 – 59 – 1710066
Framlögð og kynnt stefna Nordik lögfræðiþjónustu ehf. f.h. Hús & Lóðir á hendur forseta sveitarstjórnar f.h. Borgarbyggðar vegna meintra tafa af hálfu Borgarbyggðar varðandi Borgarbraut 57 – 59. Fram kom að stefnan var þingfest í héraðsdómi Vesturlands þriðjudaginn október sl. Kristinn Bjarnason hrl fer með málið fer fyrir hönd Borgarbyggðar. Málið er lagt þannig fram að gerð er krafa um að viðurkennd verði fyrir dómi bótaskylda Borgarbyggðar vegna útgáfu byggingarleyfa vegna Borgarbrautar 57-59 sem Úrskurðarnefnd upplýsinga- og auðlindamála felldi úr gildi.

Hús & Lóðir ehf – stefna, Hjörleifur Kvaran _000218

3.   Ljósleiðari í Borgarbyggð – samningar – 1609105
Framlögð skýrsla Guðmundar Daníelssonar f.h. Snerru ehf varðandi stöðu ljósleiðaramála í Borgarbyggð. Sveitarstjóri skýrði skýrsluna. Hann skýrði einnig frá samræðum við Guðmund Daníelsson um áframhaldandi starf að ljósleiðaramálum fyrir Borgarbyggð. Unnið er að stofnun B hluta fyrirtækis um rekstur ljósleiðarkerfisins, sömuleiðis vill byggðarráð árétta þá skoðun sína að kerfið verði í eigu sveitarfélagsins til framtíðar.

Skýrsla um stöðu ljósleiðaraverkefnis

4.   Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga – skýrsla – 1710016
Framlögð skýrsla Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytis um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Í skýrslunni eru reifaðar ýmsar hugmyndir um framtíðarskipan sveitarstjórnarstigsins. Skýrslan er aðgengileg á vef ráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/raduneyti/samgongu-og-sveitarstjornarraduneytid/

Staða og framtíð ísl. sveitarfélaga – skýrsla

5.   Ugluklettur – sameining lóða, fyrirspurn – 1710018
Framlagt bréf Eiríks J Ingólfssonar ehf., dags. 4. Október 2017, þar sem spurst er fyrir um hvort hægt sé að breyta skipulagi á lóðir nr. 2 og 4 við Ugluklett á þann veg að þær verði sameinaðar og byggt á þeim fimm íbúða raðhús. Byggðrráð tekur vel í erindið og vísar því til Umhverfis- og skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu.
6.   Stofnun lóðar Brekkuskógur 5-7 – Húsafelli 3, lnr. 134495 – 1710025
Framlögð umsókn Ferðaþjónustunnar á Húsafelli ehf, dags. 28. September 2017, um stofnun lóðar að Brekkuskógi 5 – 7 í Húsafelli. Byggðarráð samþykkti erindið.
7.   Hurðarbak-Garður jarðhiti – 1710041
Framlögð umsókn Ingi Tryggvason hrl. F.h. Gunnars Bjarnasonar kt. 211153-3429, eigenda og ábúenda á Hurðarbaki um að jarðhitahlunnindi eyðijarðarinnar Garðs lnr. 134401, sem er í eigu Gunnars Bjarnasonar, kt. 211153-3429, verði færð yfir á jörðina Hurðarbak lnr. 134409. Byggðarráð samþykkti erindið.
8.   Forgangsröðun uppbyggingar íþróttamannvirkja – 1710042
Framlagt til kynningar samantekt frá formannafundi UMSB, sem haldinn var þann 5. okt. sl., þar sem fram koma óskir UMSB um æskilegar framkvæmdir að mati sambandsins í íþróttamannvirkjum í héraðinu á næstu 10 árum.

Forgangsröðun íþróttamannvirkja

9.   Umsókn um lóð – Lóuflöt 1, Hvanneyri – 1710015
Framlögð umsókn Sveins Andra Sigurðssonar, kt. 2404675189, til heimils að Túngötu 17 Hvanneyri, dags. 3. 10. 2017, um lóð að Lóuflöt 1 og Sóltúni 13 til vara. Byggðarráð samþykkti að úthluta umsækjanda lóðinni Sóltúni 13 þar sem Lóuflöt 1 hefur þegar verið úthlutað.
10.   Umsókn um lóð – Rjúpnaflöt 10 – 1708044
Framlögð umsókn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, kt. 0604902879, til heimilis að Sóltún 1a Hvanneyri, dags 20.8.2017 um lóð að Rjúpnaflöt 10 á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir umsóknina.
11.   Umsókn um lóð – Rjúpnaflöt 9 – 1708043
Framlögð umsókn Hannesar Bjarka Þorsteinssonar, kt. 2312874779, til heimilis að Sóltún 1a Hvanneyri, dags. 21.8.2017 um lóðina að Rjúpnaflöt 9 á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir umsóknina.
12.   Húsnæðisframlag 2018 – erindi – 1710051
Framlagt erindi frá framkvæmdastjóra Brákarhlíðar, dags. 12. Október 2017, varðandi húsnæðisframlag ársins 2018 til Brákarhlíðar. Byggðarráð samþykkir erindið. BBÞ tók ekki þátt í afgreiðslu erindisins vegna tengsla.

Bréf Brákarhlíðar

13.   Úrskurður v. númerslausra bíla á einkalóðum – 1710052
Framlagður úrskurður ÚUA í máli nr. 65/2016 er varðar umgengni á einkalóðum og heimild til inngripa. Í úrskurðinum kemur fram að heilbrigðiseftirliti er heimilt að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar af einkalóðum, enda séu þær lýti á umhverfinu. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hvetur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands til að grípa til hliðstæðra aðgerða í sveitarfélaginu. Felur byggðarráð sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við heilbrigðisfulltrúa Vesturlands.

65 – 2016

14.   Útvarp Óðal – styrkbeiðni – 1710053
Framlögð umsókn nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi um styrk vegna árlegs jólaútvarps Óðals.
Byggðarráð samþykkir erindið.
Útvarp Óðals
15.   Tilkynning um stjórnsýslukæru nr.45/2017 – álagning sorpjalds – 1704226
Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis – og auðlindarmála í máli nr. 45/2017, dags. sorphirðugjald jarðarinnar Sólheimatungu. Krafa landeigenda var að innheimta sorphirðugjalds yrði felld úr gildi vegna þess að ekki væri veitt nein þjónusta varðandi sorphirðu á jörðinni þar sem allt sorp sem til félli á jörðinni væri flutt burt. Í úrskurðinum kemur fram að hafnað var þeirri kröfu kærenda um að álagning Borgarbyggðar á sorpgjöldum fyrir árið 2017 verði felld úr gildi.

ÚUA – úrskurður Sólheimatunga

16.   Borgarbraut 65a – kauptilboð – 1710057
Framlagt kauptilboð, kt. Sigvalda Arasonar, fh. Verkborgar ehf, kt. 570169-3519, dags. 12.10.2017, í salinn á Borgarbraut 65a. Kauptilboðið hljóðar upp á 25 m.kr. Byggðarráð samþykkti að gera gagntilboð og fól sveitarstjóra að annast það.
17.   Sala á heitu vatni á Varmalandi – 1704103
Gestir
Gísli Karel Halldórsson – 10:22
Framlagt bréf lögmanns eig. Laugalands dags. 24. ágúst 2017 ásamt minnisblaði lögmanns Borgarbyggðar, dags. 13. Október 2017, varðandi álitamál er varða sölu á heitu vatni á Varmalandi. Til fundarins mætti Gísli Karel Halldórsson, sviðstjóri. Sveitarstjóra falið að funda með málsaðilum.
18.   Kynnisferð til Dalvíkur og Sauðárkróks – minnisblað – 1710068
Framlagt minnisblað vegna kynnisferðar fulltrúa byggðarráðs ásamt sveitarstjóra og forstöðumanni Safnahúss Borgarfjarðar til Dalvíkur og Skagafjarðar þann 13. Október sl.

Minnisblað – safnaferð

19.   Erindi v. álit UA nr. 8687/2015 – 1610084
Framlagt til kynningar álit mennta – og menningarmálaráðuneytis, dags. 2. 10. 2017, til Sæmundar Sigmundssonar, Brákarbraut 18-20, 310 Borgarnesi, er varðar aldurstakmörk við skólaakstur.

Bréf Mennta og menningarmálaráðuneys v. Sæmundur Sigm. _000216

20.   Vinnuhópur um safna – og menningarmál. – 1710072
Stofnun og hlutverk vinnuhóps um safna – og menningarmál í Borgarbyggð.
Í framhaldi af bókun byggðarráðs þann 24. ágúst sl. og seinni umræðu um tilhögun þess starfs sem þar var ákveðið að hefja þá samþykkti byggðarráð að setja á stofn sérstakan vinnuhóp sem skyldi leggja fram hugmyndir um framtíðarskipan safna í Borgarbyggð. Framlög drög að erindisbréfi vinnuhópsins. Byggðarráð samþykkti erindisbréfið með áorðnum breytingum.
Byggðarráð tilnefnir Björn Bjarka Þorsteinnson, Guðveigu Eyglóardóttir og Guðnýju Dóru Gestsdóttir til setu í vinnuhópnum. Byggðarráð samþykkir ennfremur að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið Nolta um aðkomu að verkefninu.
21.   Gróðurreitur við Hjálmaklett – 1710049
Ræddar hugmyndir um uppsetningu skjólbeltis og gróðurreits við Hjálmaklett. Byggðaráð samþykkti að láta fara fram lóðahönnun við Hjálmaklett með það að markmiði að draga úr vindálagi á miðsvæði.
22.   Þjónustukönnun Gallup 2017 – 1709070
Þjónustukönnun Gallup 2017 –
Lagt fram erindi frá Gallup, dags. 22.sept. 2017 varðandi þjónustukönnun fyrir árið 2017. Byggðarráð samþykkti að taka þátt í könnuninni og bæta einni spurningu við sem varðar aðkomu sveitarfélagsins að menningarmálum í sveitarfélaginu.
23.   Ljósleiðari í Borgarnesi og Hvanneyri -framkvæmdaleyfi – 1710035
Framlögð umsókn Gagnaveitu Reykjavíkur um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Borgarnesi og á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir erindið og felur umhverfis – og skipulagssviði að gefa út framkvæmdaleyfið.
24.   Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr 161 – 1710065
Framlögð fundargerð 161. fundar Faxaflóahafna sf. frá 13. okt. s.l.

Fundur 161

25.   191. fundur í Safnahúsi – 1710014
Framlögð fundargerð frá 191. fundi starfsfólks í Safnahúsi Borgarfjarðar dags. 3.10.2017
26.   Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 25.9.2017 – 1710070
Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25.9.2017

Fundargerð 25.9.2017

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15