43-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 16. desember 2016 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Erla Stefánsdóttir varaformaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 43

 

1.   Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 – 1609111
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 15.12.2016 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55,57 og 59. Á lóð Borgarbrautar 55 verður nýtingarhlutfall 0,58 á Borgarbraut 57 verður nýtingarhlutfall 1,53 og á Borgarbraut 59 verður nýtingarhlutfall 2,09. Stærð miðsvæðis M1 verður eftir breytingu 5,3 ha og nýtingarhlutfall óbreytt.
Málsmeðferð verði í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning á tillögunni verður haldin í Hjálmakletti Borgarnesi þriðjudaginn 20. desember 2016 kl. 20:00.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 1609111 Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar Miðsvæði.pdf
2.   Borgarbraut 55 – 59, breyting á deiliskipulaginu frá árinu 2007 – 1609112
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi með fyrirvara um að orðalagi í kafla um bílastæði verði breytt. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 15.12.2016. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning á tillögunni verður haldin í Hjálmakletti Borgarnesi þriðjudaginn 20. desember 2016 kl. 20:00.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
 1609112 breyting á deiliskipulagi Borgarbraut 55-59.pdf

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15