43-Afréttarnefnd Þverárréttar

  1. fundur Afréttarnefndar Þverárréttar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 11. nóvember 2015 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Kristján F. Axelsson aðalmaður, Egill J. Kristinsson aðalmaður, Einar G. Örnólfsson aðalmaður og Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Einar Guðmann Örnólfsson

Dagskrá: 

1.   Fjárhagsáætlun 2016 – 1611365
 
Gestir
Hrafnhildur Tryggvadóttir –
Fyrir fundinum liggur að gera fjárhagsáætlun fyrr árið 2016.
Farið yfir helstu tölur og líkt og síðustu ár er allt í föstum skorðum. Rekstur liðins árs í góðum farvegi.
Líkt og áður eru fasteignagjöld allt of há en samkvæmt Hrafnhildi er það í vinnslu á landsvísu hjá Þjóðskrá og væntanleg niðurstaða á komandi misserum.
Fjárhagsáætlun fyrir 2016 samþykkt til fyrstu umræðu í sveitarstjórn með halla upp á 728.000kr. Engu að síður vantar tekjur frá Landsbanka og Vegagerð Ríkisins fyrir smölun á Sveinatungu og Hlíðarlandi upp á u.þ.b. 400.000kr inn í áætlunina. Því er hallinn minni en áætlun gerir ráð fyrir.
Nefndin fær ekki séð hvar má hagræða frekar en sveitarstjórn er með meðferð Gilsbakkagirðingar í ferli.
 
2.   Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar. – 1310090
Króksmál er stór spurning og ekki ljóst hvar það er statt í augnablikinu.
Viðhald á Þverárrétt bar á góma og nú má ljóst vera að ekki má biða mikið lengur með að huga að því.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00