429-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 4. október 2017 og hófst hann kl. 18:00

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður og Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 429

 

1.   Beiðni um fund v. málefni FEBBN. – 1709057
Gestir
Guðrún María Harðardóttir – 18:00
Sigurður Helgason – 18:00
Vigdís Pálsddóttir – 18:00
Til fundarins mættu fulltrúar stjórnar Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni. Mætt voru Guðrún María Harðardóttir, Vigdís Pálsdóttir og Sigurður Helgason. Þau reifuðu þær áherslur sem eru í starfi félagsins varðandi starfsemi þess og þarfir félagsmanna.
2.   Grafarland lnr. 134336 – stofnun lóðar v. vegstæði – 1709121
Framlögð ódagsett umsókn Þorgríms Þórs Þorgrímssonar um stofnun nýrrar lóðar í landi Grafarlands lnr. 134336 fyrir vegsvæði fyrir þjóðveg.
Byggðarráð samþykkti umsóknina.
3.   Samrunaskjal lóða – Móar, Hali og Skógarkot lnr. 219170 – 1709107
Framlagt samrunaskjal lóðanna Hala, Skógarkots og Móa, dags. 18. Sept. 2017, sem sameinast undir landnúmeri Skógarkots 219270. Byggðarráð samþykkti erindið.
4.   Fjallskilagjöld jarðarinnar Kletts í Reykholtsdal – mótmæli – 1709116
Framlagt bréf Hermanns Sveinbjörnssonar, Kjartansgötu 7, 105, Reykjavík f.h. eigenda Kletts í Reykholtsdal, dags. 27. Sept. 2017, þar sem mótmælt er álagningu fjallskila á jörðina. Byggðarráð fól sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fara yfir erindið og svara því.
5.   Tilkynning og beiðni um gögn v. Hús & lóðir ehf. – 1708040
Framlögð afgreiðsla Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 27.9.2017 vegna erindis Guðsteins Einarssonar varðandi samning um fyrirkomulag á greiðslu gatnagerðargjalda vegna Borgarbrautar 57 – 59. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Niðurstaða ráðuneytisins er að erindið sé ekki tækt til kærumeðferðar.Ráðuneytið mun hins vegar kanna hvort eigi að taka erindið til skoðunar sem frumkvæðismál með hliðsjón af ákvæðum 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða úr þeirri skoðun liggur ekki fyrir.

Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneyti – bréf

6.   Minnkun plasts í Borgarbyggð – 1710005
Framlagt minnisblað/bréf Bjarkar Jóhannsdóttur og Hrafnhildar Tryggvadóttur um næstu skref í minnkun plasts í Borgarbyggð.
Framlagt minnisblað/bréf Bjarkar Jóhannsdóttur og Hrafnhildar Tryggvadóttur, dags. 29. september 2017, um næstu skref í minnkun plasts í Borgarbyggð. Byggðarráð þakkaði minnisblaðið og væntir góðs af áframhaldandi vinnu.

Enn_Minna_Plast_Borgarbyggd

7.   Náms- og kynnisferð starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi – 1702110
Framlögð skýrsla starfsfólks Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi vegna náms – og kynnisferðar til Brighton í Englandi dagana 1. – 4. maí s.l. Byggðarráð þakkaði skýrsluna og leggur áherslu á að sú þekking sem aflað er í kynnisferðum sem þessum sé nýtt til framþróunar í starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar.
8.   Tilkynning um stjórnsýslukæru nr.93/2017. – Egilsgata 6. – 1708122
Framlagt til kynningar bréf Ómars Karls Jóhannessonar hdl hjá Pacta lögmönnum til Úrskurðarnefndar upplýsinga og auðlindamála, dags 29. sept. 2017, vegna stjórnsýslukæru nr. 93/2017 varðandi Egilsgötu 6.
9.   Umferðaröryggi í Arnarkletti – 1710008
Framlagt bréf Sölva G. Gylfasonar, dags. 2.10. 2017, þar sem vakin er athygli á hættulegri beygju neðarlega í Arnarkletti. Byggðarráð vísaði erindinu til framkvæmda – og skipulagssviðs til tafarlausrar úrvinnslu. Byggðarráð þakkar bréfritara erindið.
10.   Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 26.09.2017 – 1709122
Framlögð fundargerð OR dags. 26.09.2017
11.   Fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands – 1710006
Framlögð fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 30. sept s.l.
12.   Upplýsinga – og lýðræðisnefnd – fundargerðir 2017 – 1708061
Framlögð fundargerð 3. fundar Upplýsinga – og lýðræðisnefndar frá 2.10.2017 ásamt verkefnistillögu frá Ildi.
Byggðarráð samþykkir að nefndin fái heimild til að gangaa til samninga við Ildi ehf. á grundvelli fyrirliggjandi verkefnistillögu.

Fundargerð 3. fundur 2. oktober 2017

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10