424-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 24. ágúst 2017 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Finnbogi Leifsson varamaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir áheyrnarfulltrúi, Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri og Eiríkur Ólafsson.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 424

 

1.   Umsóknir um styrki til réttindanáms veturinn 2017-2018 – 1707052
Framlagður listi yfir umsækjendur um launalaus leyfi og námsleyfi veturinn 2017 – 2018
Byggðarráð samþykkti umsóknirnar.
2.   Vallarás – Varnir gegn listeríu, bréf – 1708039
Gestir
Hrafnhildur Tryggvadóttir – 08:17
Framlagt erindi Eðalfisks ehf dags. 16.8.2017 varðandi nauðsyn þess að tryggja varnir gegn listeríusmits fyrir fyrirtækið og rekstur þess. Með erindinu fylgdi bréf Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf., dags. 16. ágúst 2017, þar sem farið er yfir þá hættu sem getur verið fyrir hendi fyrir fyrirtækið vegna búfjárbeitar og búfjárumferðar í nágrenni þess. Nálægð búfjár eykur verulega hættu á þéttni listeríubakteríunnar (vegna úrgangs frá dýrum) og þar af leiðandi mengunarhættu frá umhverfi, m.a með jarðvegi, lofti, fuglum og meindýrum. Rannsóknarþjónustan Sýni ehf hefur lagt mat á lágmarksfjarlægð búfjárbeitar frá húsnæði fyrirtækisns og telur að sú fjarlægt þurfi að vera að lágmarki 150 m. Beitarhólf fyrir hesta eru í næsta nágrenni fyrirtækisins hins vegar við Vallarás og innan fyrrgreindra fjarlægðarmarka. Byggðarráð telur brýnt að brugðist sé við niðurstöðum rannsóknarþjónustunnar og fyrrgreind beitarhólf tekin út notkun hið fyrsta. Einnig leggur Byggðarráð áherslu á að bann við umferð búfjár og lausra hunda um Vallarásinn verði virt. Þessu verði fylgt eftir með merkingum.

Sýni – bréf til Eðalfisks.

3.   Álagning fasteignaskatts – erindi frá Félagi atvinnurekenda – 1708048
Framlagt erindi frá Félagi atvinnurekenda dags. 21.8.2017 varðandi álagningu fasteignaskatts fyrir árið 2018. Í erindinu er hvatt til að við gerð fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar fyrir árið 2018 verði tekið mið af miklum hækkunum á fasteignamati í sveitarfélaginu.
4.   Málþing um íbúalýðræði – 1708034
Framlögð dagskrá málþings sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem haldið verður og vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík þann 5. sept.
5.   Kvistás 2 lnr. 135013 – stækkun lóðar. – 1708049
Framlögð umsókn Guðmundar Árnasonar og Rögnu Sverrisdóttur um leyfi til stækkunar sumarhúsalóðar við Kvistás 2 í landi Beigalda úr 3.440. m2 í 5.603 m2.
Byggðarráð samþykkti erindið.
6.   Ljósleiðari í Borgarbyggð – samningar – 1609105
Staða mála varðandi ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð. Sveitarstjóri skýrði stöðu verkefnisins og lagði fram minnisblað þar að lútandi.

Minnisblað um stöðu ljósleiðaramála í Borgarbyggð,

7.   Safnamál í Borgarbyggð – 1708050
Umræða um safnamál í Borgarbyggð. Byggðarráð ræddi stöðu safnamála í Borgarbyggð í víðu samhengi. Rætt um að fá óháðan fagaðila í safnamálum til að vinna að framtíðarskipan safnamála í Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
8.   Grunnskólinn í Borgarnesi – úttekt á húsnæði, skýrsla – 1706027
Gestir
Gísli Karel Halldórsson – 09:35
Gísli Karel Halldórsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Kynnti hann byggðarráði framkvæmdaáætlun fyrir viðgerðir á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og áætlun vegna viðbyggingar. Ennfremur rætt um kynningarfundinn sem haldinn var 23. ágúst í Hjálmakletti. Lögð áhersla á að gögn frá þeim fundi verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

GB – framkvæmdaáætlun_000172

9.   Staða sauðfjárræktar – ályktun – 1708087
Staða sauðfjárræktar. Byggðarráð ræddi þá rekstrrarerfiðleika sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir um þessar mundir. Eftirfarandi var bókað:
„Byggðaráð Borgarbyggðar lýsir miklum áhyggjum yfir boðaðri lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda á komandi sláturtíð. Haustið 2015 var vegið meðalafurðaverð til bænda um 600 kr./kg. Haustið 2016 lækkaði afurðaverð til sauðfjárbænda um ríflega 10% og var vegið meðalverð um 538 kr./kg. Haustið 2017 eru enn boðaðar verðlækkanir, allt að 35%, og gangi þær spár eftir mun afurðaverð falla niður í um 350 kr./kg. Sauðfjárrækt er þýðingarmikill hluti af búrekstri og búsetu í sveitarfélaginu. Borgarbyggð er eitt af fjárflestu sveitarfélögum landsins. Því skiptir miklu máli að við fyrrgreindri þróun sé brugðist af stjórnvöldum af ábyrgð og raunsæi. Fyrirsjánlegar verðlækkanir á afurðaverði til bænda munu leiða af sér mikið tekjutap fyrir bændur og víða getur skapast forsendubrestur fyrir áframhaldandi búrekstri. Sérstaklega munu ungir skuldsettir bændur verða illa úti við þessar aðstæður. Byggðarráð Borgarbyggðar skorar á ráðherra landbúnaðarmála, ráðherra byggðamála, forystu bænda, afurðastöðvar og aðra hlutaðeigandi að leggja sig alla fram til að leysa þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin varðandi verðlagningu og afsetningu sauðfjárafurða.“
10.   Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar – vinnuhópur. – 1708063
Vinna við endurskoðun aðalskipulags. Sveitarstjóra falið að vinna erindisbréf fyrir hóp sem vinna skal að undirbúningi endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar. Skipað verður í hópinn á næsta fundi byggðarráðs.
11.   Fundargerðir ráðningarnefndar 2017 – 1705045
Framlögð fundargerð ráðningarnefndar Borgarbyggðar dags. 21.8.2017
12.   3. fundur Fjallskilastjórnar ABHS – 1708046
Framlögð fundargerð 3. fundar Fjallskilanefndar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradals dags. 21.8.2017

3.fundur_20172108

13.   Upplýsinga – og lýðræðisnefnd – fundargerðir 2017 – 1708061
Framlögð fundargerð 1. fundar upplýsinga – og lýðræðisnefndar dags. 21.8.2017

Fundargerð 1. fundur 21. ágúst 2017

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10